Fundur 455

  • Bćjarstjórn
  • 30. september 2015

455. fundur Bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 29. september 2015 og hófst hann kl. 17:15.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson forseti, Guðmundur L. Pálsson Bæjarfulltrúi, Kristín María Birgisdóttir 1. varaforseti, Páll Jóhann Pálsson aðalmaður, Marta Sigurðardóttir 2. varaforseti, Jóna Rut Jónsdóttir Bæjarfulltrúi, Ásrún Helga Kristinsdóttir Bæjarfulltrúi og Róbert Ragnarsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri.

Dagskrá:

1. 1501158 - Endurskoðun Aðalskipulags Grindavíkur 2010-2030.
Til máls tóku: Hjálmar og Ármann.

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti málið.

Skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar Aðalskipulags Grindavíkur 2010-2030 lögð fram.

Helstu viðfangsefni endurskoðunar aðalskipulags Grindavíkur 2010-2030 eru eftirfarandi:
- Setja stefnu um svæðið milli i5 og i4, en skipulagi svæðisins var frestað við síðustu endurskoðun aðalskipulagsins.
- Setja skýrari skilmála og stefnu um ferðaþjónustu.
- Setja skilmála um iðnaðarstarfsemi á iðnaðarsvæði i4.
- Endurskoða stefnu um málaflokkinn opin svæði, útivist og íþróttir.
- Meta þörfina fyrir endurskoðun á ákveðnum þáttum samgöngumála.
- Uppfærsla uppdrátta og greinargerðar m.t.t. breytinga sem gerðar hafa verið á aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030.
- Samræming aðalskipulags við ný skipulagslög og nýja skipulagsreglugerð.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði samþykkt skv. 30 gr. skipulagslaga nr.123/2010 og sviðsstjóra verði falið að auglýsa hana.

Tillaga skipulagsnefndar er samþykkt samhljóða.

2. 1501233 - Gamli bærinn: deiliskipulag
Til máls tóku: Hjálmar, Ármann, Kristín María, Guðmundur, Marta, Páll Jóhann, Jóna Rut, Ásrún og Róbert.

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti málið.

Deiliskipulagstillagan tekin fyrir eftir forkynningu.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt til auglýsingar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með áorðnum breytingum.

Tillaga skipulagsnefndar er samþykkt samhljóða.

3. 1509093 - Deiliskipulag norðan Hópsbrautar vesturhluti: Ósk um breytingu.
Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Guðmundur, Marta, Páll Jóhann, Jóna Rut, Ásrún og Róbert.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti málið.

Trésmiðju Heimis óskar eftir breytingu á deiliskipulagi norðan Hópsbrautar. Óskað eftir því að lóðirnar Norðurhóp 1,3,5 og 7,9,11 verði gerðar að raðhúsalóðum með fjórum íbúðum í stað þriggja.

Erindinu fylgja teikningar dagsettar 4.9.2015.

Skipulagsnefnd tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra að láta vinna gögn fyrir breytinguna.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að umsækjandi fái heimild til að láta vinna tillögu að skipulagsbreytingu á sinn kostnað, sem fari í lögbundið umsagnar og athugasemdaferli.

4. 1509025 - Bókasafn: Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2015
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Páll Jóhann, Kristín María og Róbert.
Minnisblað sviðsstjóra frístunda-og menningarsviðs lagt fram, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun bókasafnsins vegna ársins 2015 að fjárhæð 2.272.000 kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukabeiðnin verði samþykkt og komi til lækkunar á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs.

5. 1509014 - Deiliskipulagsvinna: Beiðni um viðauka ársins 2015
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Marta, Páll Jóhann og Róbert.
Minnisblað sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs lagt fram, þar sem óskað er eftir viðauka að fjárhæð 2.500.000 kr. vegna vanáætlunar á kostnaði við skipulagsvinnu á árinu 2015.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð 2.500.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs.

6. 1508185 - Móttaka flóttamanna: Grindavíkurbær bjóði fram aðstoð
Til máls tóku: Hjálmar, Róbert, Marta, Kristín María, Ásrún, Páll Jóhann og Guðmundur.

Minnisblað bæjarstjóra lagt fram, ásamt viðmiðunarreglum flóttamannanefndar um móttöku flóttamanna.

Marta leggur til að Grindavíkurbær hefji viðræður við velferðarráðuneytið um móttöku flóttamanna og leggi til verkefnisins 2-3 íbúðir.

Tillagan er samþykkt með fjórum atkvæðum B, S og G lista. Fulltrúar D lista sitja hjá.

Fulltrúar D- lista leggja fram eftirfarandi bókun.
D-listi telur ekki tímabært að fara í viðræður við velferðarráðuneytið varðandi móttöku á flóttamönnum. Eftir skoðun á minnisblaði sem unnið var af bæjarstjóra Grindavíkur er það okkar mat að húsnæðisskortur er í Grindavík og vegur það þyngst við þessa ákvörðun.
Nú þegar hafa allnokkur sveitarfélög boðist til þess að fara í viðræður við velferðarráðuneytið um móttöku á flóttamönnum. Mörg af þeim stærri eru talsvert betur í stakk búin til verkefnisins varðandi þjónustu eins og túlkun, sálfræðiaðstoð, og fl.
Þar sem stjórnvöld hafa ekki tekið ákvörðun um hversu marga flóttamenn á að taka inn til landsins teljum við ekki tímabært að fara í þessa vinnu að svo stöddu. Þegar það skýrist og það verður vöntun á sveitarfélögum til að taka við flóttamönnum, erum við að sjálfsögðu tilbúin til að endurskoða okkar afstöðu.

Fulltrúar D-lista

7. 1508096 - Minja- og sögufélag Grindavíkur: Samstarfssamningur 2015-2018
Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Páll Jóhann og Guðmundur.

Tillaga Frístunda- og menningarnefndar að samstarfssamningi við Minja- og sögufélagið lögð fram.

Bæjarstjórn samþykkir samninginn samhljóða og felur bæjarstjóra að undirrita.

8. 1509090 - Umsögn: frumvarp um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur og Róbert.
Minnisblað bæjarstjóra með tillögu að umsögn Grindavíkurbæjar um frumvarpið lagt fram.

Grindavíkurbær leggst gegn þeirri breytingu á úthlutun framlagsins að miðað verði við hlutdeild sveitarfélaga í álögðu heildarútsvari í stað hlutdeildar þeirra í heildarútsvarsstofni við skiptingu framlagsins.

Að mati Grindavíkurbæjar er breytingin hvati til þess að sveitarfélög hækki álagningarhlutfall útsvars, en vandséð er að það sé verkefni löggjafans í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga að skapa hvata til skattahækkana á sveitarstjórnarstiginu á sama tíma og boðaðar eru skattalækkanir á vegum ríkisins.

Samþykkt samhljóða.

9. 1508187 - Félagsþjónusta: Viðauki 2015
Til máls tóku: Hjálmar, Róbert, Guðmundur og Jóna Rut.
Minnisblað sviðsstjóra félagsþjónustu-og fræðslusviðs lagt fram, þar sem óskað er eftir við auka við fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar vegna ársins 2015 að fjárhæð 11.900.000 kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukabeiðnin verði samþykkt og komi til lækkunar á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs.

10. 1509011 - Kjarasamningar: Viðauki við fjárhagsáætlun 2015
Til máls tók: Hjálmar.
Minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs lagt fram þar sem gerð er grein fyrir áhrifum kjarasamningsbreytinga á launaáætlun ársins 2015. Farið er fram á viðauka að fjárhæð 1.454.000 á launaliði grunnskólans. Viðaukinn er fjármagnaður með færslu á fé af lið 2111 að fjárhæð 1.142.000 og mismunurinn að fjárhæð 312.000 kr. kemur til lækkunar á handbæru fé.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs.

11. 1508160 - Leikskólinn Laut: Beiðni um viðauka við fjárhagsáæltun 2015
Til máls tók: Hjálmar.
Skólastjóri Leikskólans Lautar leggur fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2015, með vísan til ákvörðunar bæjarráðs á fundi sínum 2. júní síðastliðinn um að fjölga leikskólarýmum í Grindavík með því að bæta einni deild við Leikskólann Laut frá og með næsta hausti. Farið er fram á viðauka að fjárhæð 7.300 þús kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur og komi til lækkunar á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs.

12. 1506147 - Starfsmat: Kerfisbundin endurskoðun starfsmatskerfisins SAMSTARF
Til máls tók: Hjálmar
Minnisblað Jóns Þórissonar, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs lagt fram. Þar er óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2015 að fjárhæð 20.858.000 kr. vegna endurskoðunar starfsmats sem dreifist á lykla samkvæmt sundurliðun í minnisblaðinu.
Fjármögnun er af starfsmannakostnaði undir málaflokki 21, þ.e. 21611 og tekið af lykli 1110 en þar var áætlað 22.000.000 vegna áhrifa kjarasamninga.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu sviðsstjóra.

13. 1508135 - Umsókn: Námsvist í grunnskóla utan sveitarfélags
Til máls tók: Hjálmar.

Bæjarráð hefur samþykkt að veita umsækjanda heimild til námsvistar utan lögheimilissveitarfélags til 1. janúar 2016 og leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2015 að fjárhæð 600.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

14. 1508159 - Fundir fjallskilanefndar
Allir tóku til máls.

Fundargerð fundar fjallskilanefndar 27. ágúst 2015 lögð fram til kynningar.

15. 1509097 - Fundargerðir: Heklan 2015
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur og Róbert.
Fundargerð 45. fundar Heklunnar lögð fram til kynningar.

16. 1506146 - Fundargerðir: Reykjanes Geopark 2015
Fundargerð 20. fundar lögð fram til kynningar.

Bæjarstjórn Grindavíkur fagnar því að Reykjanes Geopark hefur fengið vottun Global Geopark Networks.

17. 1508119 - Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2015

Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur og Kristín María.

Fundargerðir 692. og 693. fundar lögð fram til kynningar.

18. 1509107 - Fundargerðir: Sorpeyðingarstöð Suðurnesja 2015
Til máls tóku: Hjálmar og Jóna Rut.
Fundargerð 462. fundar lögð fram til kynningar.

19. 1504085 - Samtök orkusveitarfélaga: fundargerðir stjórnarfunda 2015

Fundargerð 21. fundar lögð fram til kynningar.

20. 1506035 - Samtök sjávarútvegssveitarfélaga: Fundargerðir 2015

Til máls tóku: Hjálmar, Róbert og Kristín María
Fundargerðir 21. og 22. fundar lagðar fram til kynningar.

21. 1508009F - Bæjarráð Grindavíkur - 1389
Til máls tóku: Hjálmar

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

22. 1509005F - Bæjarráð Grindavíkur - 1390

Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur og Róbert.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

23. 1509008F - Bæjarráð Grindavíkur - 1391

Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Kristín María, Jóna Rut, Páll Jóhann og Róbert.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

24. 1509007F - Hafnarstjórn Grindavíkur - 437
Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut, Páll Jóhann og Guðmundur.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

25. 1509002F - Skipulagsnefnd - 8
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

26. 1508007F - Frístunda- og menningarnefnd - 45
Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut, Kristín María, Ásrún og Guðmundur.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

27. 1509001F - Félagsmálanefnd - 56

Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Ásrún, Páll Jóhann og Róbert.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

28. 1509003F - Fræðslunefnd - 42
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:50.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135