Skemmtileg kvöldstund međ rokkstjörnu og ofurhlaupara

  • Bókasafnsfréttir
  • 25. september 2015

Stefán Jakobsson söngvari rokkhljómsveitarinnar DIMMU og Christine Buchholz ofurhlaupari frá Grindavík léku á als oddi á bókasafninu í gærkvöldi í tilefni Hreyfivikunnar þar sem þau sögðu frá hreyfisögu sinni. 

Stefán sagði frá því hvernig hann fór að því að vera fjögurra barna faðir, rokkstjarna og æfa fyrir Reykjavíkur
maraþon á sama tíma. Hann rakti íþróttabakgrunninn sinn en þótti efnilegur hlaupari á sínum tíma. Hann tók áskorun fyrir hönd Dimmu í vor að þeir félagar myndu skipta á milli sín Reykjavíkurmaraþoni, þ.e. að hver þeirra myndi hlaupa rúma 10 km. En félagar hans voru ekki tilbúnir í það og því tók Stefán sig til og hljóp allt maraþonið einn þótt undirbúningur hafi verið af skornum skammti. Stefán lýsti þessu ákaflega skemmtilega og á sinn einlæga og einstaka hátt. Eftir maraþonið tróð hann upp með Dimmu á tónaflóði Rásar 2 á menningarnótt og svo á balli eftir það þannig að þessi dagur var eftirminnilegur.

Christine Buchholz ofurhlaupari frá Grindavík sagði sögu sögu sína, hvernig hún byrjaði í skokkinu og hvernig hún fór að hlaupa hvert ofurmaraþonið á fætur öðru. Hún byrjaði árið 2008 og hefur síðan þá farið víða um heim og tekið þátt í ýmsum mjög krefjandi hlaupum við misjafnar aðstæður. Það er ljóst að Christine hefur unnið ótrúleg hlaupaafrek í gegnum tíðina án þess að það hafi farið mjög hátt. Hún gaf viðstöddum mörg góð hlauparáð og mynduðust skemmtilegar umræður.

Efri mynd: Stefán söngvari Dimmu segir frá hlaupaferlinum á skemmtilegu tveggja tíma frásagnarkvöldi á bókasafninu.

Christine Buchholz hefur hlaupið ofurmaraþon víða um heim.
Gestir bókasafnsins hafa skrifað hver þeirra uppáhaldshreyfing er.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir