Björn Lúkas í sögulegum hnefaleikabardaga

  • Fréttir
  • 9. september 2015

Fyrstu hnefaleikabardagar landsins án höfuðbúnaðar fóru fram á boxkvöldi á Ljósanótt um nýliðna helgi. Þar fór fram einn merkasti íþróttaviðburður landsins á vegum Hnefaleikafélag Reykjaness. Það eru liðin tæp tvö ár síðan Alþjóðlega hnefaleikasambandið breytti reglum sínum hvað varðar höfuðbúnað í ólympískum hnefaleikum. Núna eru allir yfir 19 ára í karlaflokki án höfuðbúnaðar og fyrsta skipti sem þeim reglum hefur verið fylgt eftir á íslenskri grundu.

Grindvíkingurinn Björn Lúkas Haraldsson tók þátt í fyrsta bardaga landsins án höfuðbúnaðar en hann hefur gert það gott í bardagaíþróttum undanfarin ár eins og júdó og taekwondo. Hann sýndi hreint frábæra takta í hnefaleikahringnum og náði að slá niður andstæðing sinn í annarri lotu. Eftir talningu stöðvaði dómari bardagann og sigurinn fer til HFR á tæknilegu rothöggi.

Þetta er fyrsti bardagi Björns Lúkasar í hnefaleikum og var hann sínum heimamönnum heldur betur til sóma.

Byggt frá frásögn Víkurfrétta/Mynd: Víkurfréttir


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun