Íbúafundur vegna skipulagslýsingar fyrir gerđ deiliskipulags Brimketils

  • Fréttir
  • 3. september 2015

Sveitarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkti á fundi sínum þann 25. ágúst sl. lýsingu fyrir gerð deiliskipulags Brimketils skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin virkar sem einskonar undanfari deiliskipulags.

Brimketill er vinsæll áfangastaður á sunnanverðu Reykjanesi við sjávarsíðuna við Mölvík vestan Staðarbergs og myndaðist í stöðugum öldugangi þegar brimið lemur bergið. Deiliskipulagssvæðið er samtals um 8,2 ha að stærð. Tilgangur verkefnisins er að vinna skipulag fyrir hverfisverndarsvæði Brimketils þar sem lögð er áhersla á bætt og öruggara aðgengi og aukið verði gildi svæðisins til útivistar. Svæðið er skilgreint sem hverfisverndarsvæði HV2 í gildandi Aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2010-2030 en fjallað er um það í aðalskipulagi: HV 2. Brimketill: Lagt er til að hraunketillinn við sjávarsíðuna við Mölvík vestan Staðarbergs og næsta nágrenni hans verði hverfisverndað.

Íbúafundur verður haldinn mánudaginn 14. september kl 16:00-17:00 á bæjarskrifstofum, Víkurbraut 62 eh. Lýsinguna er hægt að nálgast á heimasíðu Grindavíkur www.grindavik.is hér að neðan eða á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar Víkurbraut 62 á skrifstofutíma. Ábendingar varðandi tillögugerðina skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa fyrir kl 16:00 21. september 2015 á Grindavíkurbæ, Víkurbraut 62, 240 Grindavík, eða á netfangið: armann@grindavik.is

Ármann Halldórsson 
skipulagsfulltrúi

 Skipulagslýsing


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir