Stelpurnar eru međ'etta

  • Fréttir
  • 3. september 2015

Á myndinni sem fylgir þessari frétt má sjá kvennalið Grindavíkur fagna sigri á Augnabliki 1-0 í seinni leik liðanna í 8 liða úrslitum 1. deildar kvenna í knattspyrnu. Grindavík vann þar með báða leikina samanlagt 3-2 og tryggði sér sæti í undanúrslitum þar sem andstæðingarnir verða ÍA. Myndin lýsir vel samstöðunni sem ríkir í kringum kvennaliðið, þar taka margir þátt í sigurhringnum.

Leikurinn var barátta frá fyrstu mínútu, augljóst var að taugarnar voru þandar til hins ítrasta því oft hefur sést betri fótbolti á Grindavíkurvelli. Bæði lið fengu fín færi en það var ekki fyrr en á 87. mínútu að sigurmarkið kom og taugarnar róuðust, Sashana Carolyn Campbell skoraði markmið mikilvæga en reyndar hefði markalaust jafntefli dugað Grindavíkurstúlkum til að komast áfram.

Markahrókurinn Margrét Albertsdóttir þurfti að fara út af eftir hálftíma leik sem var áfall fyrir Grindavík. En liðið stóð þétt saman og náði að landa mikilvægum sigri. Það verða því annað hvort Grindavík eða ÍA sem fara upp í Pepsideildina en leikirnir fara fram næsta sunnudag og miðvikudag.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!