Söngnámskeiđ í haust hjá Sessý í Grindavíkurkirkju

  • Menningarfréttir
  • 1. september 2015

Sessý kom í vor í fyrsta sinn með söngnámskeiðin sín til Grindavíkur og gengu þau glimrandi vel. Hún ætlar að halda áfram að bjóða uppá námskeið í haust sem munu hefjast mánudaginn 7. september og verða þau í safnaðarheimili Grindavíkurkirkju.

Á námskeiðunum eru u.þ.b. 4 nemendur í hóp sem hittast einu sinni í viku (á mánudögum) í ca 50 mínútur. Nemendur fá tækifæri til að æfa einsöng í hljóðnema. Lögð er áhersla á að fagna eigin söngrödd, auka sjálfstraust, skilja betur innihald söngtexta og auðvitað auka færni í söng og sviðsframkomu með ýmsum aðferðum.

Í boði er að kaupa aukalega geisladiskaupptöku sem fer fram í Reykjavík og svo lýkur námskeiðinu með lokatónleikum í Grindavíkurkirkju.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á sessynet@gmail.com. Nánari upplýsingar fást á Facebook síðu skólans Hjá Sessý eða með því að senda tölvupóst.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!