Nafnasamkeppni fyrir nýja félagsađstöđu UMFG og Kvenfélagsins

  • Fréttir
  • 28. ágúst 2015
Nafnasamkeppni fyrir nýja félagsađstöđu UMFG og Kvenfélagsins

Þó nokkuð af tillögum hafa  borist í nafnasamkeppnina okkar en skilafrestur til næsta mánudags. Sem kunnugt er hefur félagsstarf UMFG og Kvenfélags Grindavíkur verið flutt í nýja og glæsilega félagsaðstöðu í nýrri íþróttamiðstöð Grindavíkurbæjar við Austurveg. Ákveðið hefur verið að efna til nafnasamkeppni fyrir þessa nýju félagsaðstöðu. Þar er bæði skrifstofuaðstaða og svo samkomusalur. Nafnið þarf að hafa skírskotun til þeirrar starfsemi sem fer fram í húsinu, sem er íþróttastarf, tómstundastarf, forvarnarstarf, samkomur en jafnframt verður hægt að leigja salinn undir veislur, fundi og aðra viðburði.

Nafnið sem verður fyrir valinu verður tilkynnt við formlega opnun á nýja íþróttamannvirkinu í næsta mánuði. 

Tillögur um nafn á sameiginlegri starfsstöð skal senda á netfangið thorsteinng@grindavik.is, munið að senda með nafn, heimilisfang og símanúmer þess sem kemur með tillöguna.

Vinningur:
Í verðlaun eru árskort í nýju líkamsræktarstöðinni sem Gymheilsa ehf. rekur í íþróttamiðstöðinni og árskort fyrir tvo á heimaleiki UMFG í úrvalsdeild karla og kvenna í körfubolta í vetur.

Skilafrestur er til og með 1. sepember nk.


Deildu ţessari frétt

A?RAR FR?TTIR

Grunnskólafréttir / 18. september 2020

Frábćrir Uppbyggingadagar

Fréttir / 16. september 2020

Íbúafundur í Stapa: Hvađ get ég gert?

Fréttir / 11. september 2020

Upphaf Grćnna daga í Kvikunni

Fréttir / 9. september 2020

Íbúafundur í Gjánni kl. 18:00

Fréttir / 8. september 2020

Úrslitaleikur 5. flokks á Grindavíkurvelli

Fréttir / 8. september 2020

Liđveitendur óskast

Fréttir / 7. september 2020

Slysavarnaćfing viđ höfnina