Skemmdir unnar á sparkvellinum viđ Iđuna og körfu viđ Hópsskóla

  • Fréttir
  • 28. júlí 2015

Eitthvað virðist það vefjast fyrir sumum Grindvíkingum hvernig á að ganga um sameiginlegar eigur okkar bæjarbúa. Fréttin um skemmdir á körfuboltavellinum var varla komin í loftið þegar okkur barst ábending um fleiri skemmdarverk. Í þetta skiptið var það sparkvöllurinn við Iðuna sem fékk að finna fyrir spörkum skemmdarvarga og karfa við Hópsskóla sem er mölbrotin eftir grjótkast.

Starfsmenn bæjarins hafa í dag unnið að viðgerð, sem bæði kostar vinnu þeirra og peninga. Það eru til margar betri leiðir til að eyða vinnutíma bæjarstarfsmanna en þessi, fyrir utan þá staðreynd að kostnaðurinn kemur úr okkar eigin vasa og bitnar á öðrum verkefnum sem þurfa að sitja á hakanum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir