Ábendingar um fallega garđa, snyrtilegt umhverfi og fallegasta tréđ - Umhverfisverđlaun 2015

  • Fréttir
  • 23. júlí 2015

Líkt og undanfari ár verða Umhverfisviðurkenningar Grindavíkurbæjar veittar núna í lok ágúst. Það er Umhverfis- og ferðamálanefnd sem hefur umsjón með þessu verkefni en saga þess nær aftur til ársins 1991. Nefndin óskar eftir ábendingum frá íbúum bæjarins um fallega jafnt sem áhugaverða garða, um fallega og vel heppnaða endurbyggingu á gömlu húsi og einnig ábendingum um snyrtileg fyrirtæki.

Þá verða einnig veitt verðlaun fyrir fallegasta tréð í samvinnu við Skógræktarfélag Grindavíkur og er einnig óskað eftir tilnefningum í þeim flokki.

Hægt er að koma ábendingum á framfæri með því að senda upplýsingar á umsjónarmann opinna og grænna svæða, Hjalta Guðmundsson - bassi@grindavik.is, á upplýsingafulltrúa Grindavíkurbæjar, Siggeir F. Ævarsson - siggeir@grindavik.is, eða með því að hringja í síma 420 1100. Einnig er tekið við tilnefningum í gegnum Facebooksíðu bæjarins.

Lesa má um umhverfisverðlaunin 2014 hér.
Listi yfir verðlaunahafa frá upphafi er hér.

Mynd: Wikimedia Commons


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!