Leikskólinn Laut fékk grćnfánann afhentan í ţriđja sinn

  • Fréttir
  • 29. júní 2015

Í dag mánudaginn 29.júní fengum við afhentann Grænfánann í þriðja sinn. Börnin komu saman og í sameiningu var fáninn dreginn að húni. Síðan var boðið upp á grænt grænmeti og ávexti í tilefni dagsins. En markmið verkefnis að þessu tagi er meðal annars að:

• Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.
• Efla samfélagskennd innan skólans.
• Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.
• Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur.
• Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.
• Efla alþjóðlega samkennd og tungumálakunnáttu.
• Tengja skólann við samfélag sitt, fyrirtæki og almenning

Næstu tvö árin verður unnið með þemað: „Flag í fóstur“ En þá velur hver heimastofa einhvern stað í nærumhverfi leikskólans. Síðan munum við öll í sameiningu græða upp það svæði. Fleiri myndir frá deginum má sjá á heimasíðu Lautar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!