Paxel snýr aftur

  • Körfubolti
  • 25. júní 2015

Enn berast fréttir af leikmannamálum Grindvíkinga í körfunni. Stórskyttan Páll Axel Vilbergsson, sem hefur alið manninn síðustu tvö tímabil í Borgarnesi, hefur snúið aftur til heimahaganna í Grindavík. Páll hyggst nú klára feril sinn heimavið í Grindavíkinni þar sem hann sleit barnskóm sínum og hefur spila lungan af ferlinum.

Páll Axel er án vafa ein af bestu skyttum Íslandssögunnar en síðastliðinn vetur var hann fyrsti leikmaður deildarinnar til að setja niður 1.000 þrista á ferlinum. Páll er fæddur í janúar 1978 og því 37 ára gamall.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir