Undirbúningur fyrir Skonrokkstónleika og dansleik

  • Fréttir
  • 5. júní 2015

Í gærkvöldi voru sjálfboðaliðar körfuknattleiksdeildarinnar að að gera íþróttasalinn kláran fyrir helgina enda verða þar stórtónleikar og ball annað kvöld. Mikil vinna liggur að baki þessu því breyta þarf íþróttasalnum í tónleikasal, líkt og gert var fyrir stórtónleikana í Menningarvikunni í fyrra. Teppi þurfa að fara á gólfin, setja upp svið, drapperingar og eitt fullkomnasta hljóðkerfi landsins og sviðsljós, enda dugir ekkert minna fyrir SKONROKK. 

Skonrokk er yfirskriftin á stórtónleikum á Sjóaranum síkáta á laugardagskvöldið 6. júní kl. 21:00 í íþróttahúsinu. Gildir miðinn á tónleikana einnig á ballið á eftir. SkonRokk hópurinn hefur algjörlega slegið í gegn og fest sig í sessi tónleikaunnenda. Nú verður 80´s áratugunum beggja vegna gerð góð skil. Eyþór Ingi, Birgir Haralds (Gildrunni), Pétur „Jesú" Guðmundsson og Stebbi Jak ásamt hinni mögnuðu hljómsveit Tyrkja Guddu, munu flytja öll gæsahúðarlögin frá þessu magnaða tónlistartímabili í rokksögunni. Með því að smella hér má sjá upptöku frá tónleikum sveitarinnar til að fá forsmekkin að því sem koma skal.

Hægt er að finna SkonRokk hópinn á Fésbókinni undir Tyrkja Gudda og allar hugmyndir að lagavali eru vel þegnar.

Miðaverð: 5.500 kr. Miðinn gildir einnig á ball í íþróttahúsinu eftir tónleikana með Helga Björns, Steinda jr. og Bent. Forsala í Aðal-braut, Víkurbraut 31, sími 426 7222. Aldurstakmark á tónleikana er 18 ár.

Með því að smella hér má sjá tóndæmi frá Skonrokk frá þjóðhátíðinni í fyrra.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!