Dagskrá Sjóarans síkáta fötudag - Skrúđganga og Bryggjuball

  • Fréttir
  • 5. júní 2015

Sjóarinn síkáti býður Grindvíkingum og landsmönnum öllum góðan daginn í blíðskapar veðri. Í dag hefst fjörið fyrir alvöru þar sem hápunkturinn er skrúðganga og bryggjuball með Ingó og Veðurguðunum, Helga Björns og fleiri góðum gestum. 

Föstudagur 5. júní

Söguratleikur Grindavíkur 2015. Í tilefni af 10 ára afmæli ratleiksins var farið yfir söguna og nokkrir góðir staðir valdir úr til upprifjunar. Ratleikurinn vísar á þá. Fróðleikurinn byggir á tilgátum en stuðst er við sagnir, örnefnalýsingar og munnmæli fólks í Grindavík. Höfundur ratleiks er Sigrún Jónsd. Franklín
Bókstafi og tölustafi á hverjum stað þarf að færa inn á lausnarblaðið og skila því í Kvikuna ekki síðar en 20. júní. Dregið verður úr réttum lausnum og það tilkynnt í Jónsmessugöngunni á Þorbirni 21. júní.

Kl. 10:00 - 24:00 Kvikan, auðlinda- og menningarhús - 

Hafnargötu 12A. Opið á Saltfisksýninguna, jarðorkusýninguna og Guðbergsstofu.

Kl. 10:00 - 18:00 Verslunin Palóma: Kolaportsstemming á gangi verslunarmiðstöðvarinnar.

Kl. 12:00 Sjómannastofan Vör: Hádegishlaðborð. Súpa, salatbar og fiskur dagsins.

Kl. 13:00 - 22:00 „Paintball" og „Lazertag" á Landsbankatúninu. Aðgangseyrir.

Kl. 13:00 Skreytinganefnd Sjóarans síkáta fer á stúfana til að velja bestu skreytingarnar fyrir fjóra valflokka.

Kl. 13:00 - 17:00 Handverksfélagið Greip með opið hús í aðstöðu félagsins að Skólabraut 8. Fjöldi glæsilegra muna til sýnis.

Kl. 14:00 - 17:00 Gallerý Spuni: Hulda Hákonardóttir með kynningu frá Ístex. Happadrætti fyrir alla sem versla.

Kl. 15:00 - 17:00 Toyota Lyftararallý á Suðurgarði í umsjón Kraftvéla í samstarfi við fyrirtæki í Grindavík. Starfsmenn fyrirtækja í Grindavík keppa sín á milli um titilinn Toyota
lyftarameistari Grindavíkur 2015.

18:00 Götugrill um allan bæ.
Grindavíkurbæ hefur verið skipt upp í fjögur hverfi þar sem hvert þeirra hefur sinn lit og sitt þema. Bæjarbúar eru hvattir til þess að skreyta göturnar í sínum litum og slá saman í götugrill sem liðsstjórar hverfanna sjá um að skipa.

Svona er bænum skipt upp:

Appelsínugula hverfið (bátar)
Austurvegur, Þórkötlustaðahverfi, Stamphólsvegur, Hópsbraut, Vesturhóp, Austurhóp, Miðhóp, Suðurhóp, Norðurhóp, Víðigerði, Efrahóp.

Bláa hverfið (krabbar)
Túngata, Víkurbraut neðan pósthúss, Marargata, Garð-vegur, Mánagata, Verbraut, Ránargata, Kirkjustígur, Mánasund, Vesturbraut, Mánagerði, Hellubraut, Dalbraut, Sunnubraut, Laut.

Græna hverfið (saltfiskur)
Heiðarhraun, Víkurbraut ofan pósthúss, Hvassa-hraun, Staðarvör, Staðarhraun, Norðurvör,
Borgarhraun, Suðurvör, Arnarhraun, Fornavör, Skólabraut, Leynisbraut, Ásabraut, Leynisbrún, Hraunbraut.

Rauða hverfið (fiskar)
Skipastígur, Árnastígur, Vigdísarvelli, Glæsivellir, Ásvellir, Sólvellir, Blómsturvellir, Iðavellir,
Höskuldarvellir, Hólavellir, Litluvellir, Selsvellir, Baðsvellir, Efstahraun, Gerðavellir.

20:00 Litaskrúðganga úr hverfunum fjórum að hátíðarsvæðinu við Hafnargötu. Mæting í gönguna ekki seinna en 19:45.
Gangan leggur af stað kl. 20:00.
Appelsínugula hverfið leggur af stað frá 50+ blokkinni á
gatnamótum Suðurhópsbrautar og Stamphólsvegar (gengur niður Stamphólsveg að kirkjunni og út á Ránargötu).
Rauða hverfið leggur af stað frá Hérastubbi bakara (gengur Gerðavelli og suður Víkurbraut að Ránargötu).
Græna hverfið leggur af stað frá gatnamótum Leynisbrautar og Staðarhrauns (gengur upp Heiðarhraun og að
Ránargötu).
Bláa hverfið leggur af stað frá Kvennó (gengur norður Víkurbraut að Ránargötu).
Öll hverfin ganga svo niður Ránargötuna að hátíðarsvæðinu í þessari röð: (1)Rauðir, (2) grænir, (3) bláir og (4) Appelsínugulir

Kvölddagskrá: Bryggjuball á hátíðarsvæðinu við Kvikuna.
Slysavarnardeildin Þórkatla verður með candy-flos og annað góðgæti til sölu.
Leiktæki við Kvikuna í fyrsta skipti á föstudagskvöldi.
Dagskrá:
• Ingó Veðurguð með brekkusöng þar sem allir taka undir.
• „Trúbadorar" úr hverju hverfi taka lagið.
• Helgi Björnsson tekur vinsæla reiðmannasöngva.
• Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir flytur nýtt lag, Okkar dagur, eftir Sigur-björn Daða Dagbjartsson.
• Ingó og Veðurguðirnir skemmta á bryggjuballi til miðnættis.

Aðal-braut: Opið alla nóttina.
Söluturninn: Opið alla nóttina.

Kl. 22:00 Bryggjan-kaffihús: Bubbi og Vignir (Guðbrandur Einarsson og Vignir Bergmann) leika lifandi tónlist fyrir gesti. Bátarnir hans Gylfa á Bjargi til sýnis á staðnum alla helgina.

Kl. 00:00 Salthúsið: Diskó frá miðnætti. Ókeypis aðgangur.

Kl. 00:00 Kanturinn: Gilzenegger, aka DJ Muscle Boy og DJ Óli Geir, halda uppi stuðinu.

Kl. 00:00 Papa‘s Barinn: Grímseyjarbræður skemmta. Eldhúsið opið fram á nótt.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!