Fundir hjá hverfunum

  • Fréttir
  • 28. maí 2015

Nú líður að fundum hjá hverfunum fyrir Sjóarann síkáta. Eins og fyrri ár skiptist bærinn í fjögur litahverfi, appelsínugula, bláa, græna og rauða hverfið. Á fundunum er farið yfir ýmis praktísk atriði og einnig smalað í lið í fótbolta og reiptogi. Eftirfarandi fundir hafa verið settir á:

Græna hverfið:

Fundur í kvöld, fimmtudaginn 28. maí, á Salthúsinu kl. 20:00. Liðsstjóri græna hverfisins er Sólveig Ólafsdóttir s. 698-8115.

Appelsínugula hverfið:

Fundur sunnudaginn 31. maí, á Salthúsinu kl. 20:00. Liðsstjóri appelsínugula hverfisins er Haukur Einarsson (Batman), s. 862-7999.

Bláa hverfið:

Bláa hverfið er þegar búið að funda tvisvar. Næsti fundur er sunnudaginn 31. maí á Kantinum kl. 20:00. Liðsstjóri er Gísli Jóhann Sigurðsson, s. 896-8909.

Rauða hverfið:

Málefni rauða hverfisins eru í lausu lofti í augnablikinu sökum forfalla liðsstjóra. Við færum ykkur nánari fréttir af þróun mála um leið og þær berast.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir