Fiskabúr međ nýtja- og furđufiskum á Sjóaranum síkáta

  • Fréttir
  • 27. maí 2015

Á meðal nýjunga á Sjóaranum síkáta í ár verður Fiskasafn með lifandi sjávardýrum í fiskabúrum á bryggjukantinum við hátíðarsviðið sunnudaginn 7. júní frá kl. 13-17. Sjóarinn síkáti í samvinnu við Hafrannsóknastofnunina í Grindavík og sjávarúvegsfyrirtæki setja upp fiskabúr af ýmsum stærðum þar sem verður að finna margar tegundir af helstu nytjafiskum sem veiðast við Ísland auk krabba, sæfífla, krossfiska, ígulkerja, kolkrabba og skeldýra. Meðal annars verða snertibúr með kröbbum, krossfiskum og ígulkerjum sem spennandi er fyrir börnin að skoða og handfjatla. Einnig verða furðufiskar sem veiðst hafa á grindvískum bátum til sýnis í fiskikörum.  

Margir leggja hönd á plóginn við þetta viðamikla verkefni. Sérstaklega ber að geta framlags Hafrannsóknastofnunarinnar í Grindavík undir stjórn Agnars Steinarssonar. Bátar Þorbjarnar eru að taka furðufiska og nytjafiska til hliðar og Einhamar hefur lagt til krabbagildrur sem flokksstjórar Vinnuskólans munu sjá um. Þá kemur Grindavíkurhöfn, Stolt Sea Farm, Samherji,  Fiskmarkaður Suðurnesja og Slökkvilið Grindavíkur að verkefninu ásamt Vinnuskólanum. Smíðuð hafa verið fjögur fiskabúr sem notuð verða í verkefnið. Sjóarinn síkáti færir öllum þessum aðilum kærar þakkir fyrir ómetanlega aðstoð. Verður gaman að sjá hvernig til tekst. 

Þess má geta að dorgveiðikeppni verður á bryggjunni á sunnudeginum kl. 11 á Sjóaranum síkáta og fer hluti af þeim afla eins og marhnútar í fiskabúrin.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!