Bćjarstjórn, fundur 453

  • Bćjarstjórn
  • 27. maí 2015

453. fundur Bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 26. maí 2015 og hófst hann kl. 17:00.

 

Fundinn sátu:

Hjálmar Hallgrímsson Bæjarfulltrúi, Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm Bæjarfulltrúi, Guðmundur L. Pálsson Bæjarfulltrúi, Kristín María Birgisdóttir Bæjarfulltrúi, Marta Sigurðardóttir Bæjarfulltrúi, Jóna Rut Jónsdóttir Bæjarfulltrúi, Ásrún Helga Kristinsdóttir Bæjarfulltrúi, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

 

Forseti óskaði eftir að taka mál á dagskrá með afbrigðum.

1505050 - Umsókn um byggingarleyfi: Miðgarður 3

                 Samþykkt samhljóða

 

Dagskrá:

 

1. 1505005 - Deiliskipulagsbreyting: Stamphólsvegur 3

Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, bæjarstjóri, Guðmundur, Marta og Jóna Rut

Grindin ehf. leggur fram fyrirspurn um hvort hægt sé að breyta deiliskipulagi við Stamphólsveg. Umræddar breytingar fela í sér aukið byggingarmagn á svæðinu úr 24 íbúðum í 48 og stækkun byggingarreitar til norðurs að 5 metrum frá lóðarmörkum. Erindinu fylgja teikningar unnar af Jóni Stefáni Einarssyni.

Skipulagsnefnd tekur vel í erindið en áréttar að umrædd staðsetning sé við bæjardyrnar og mikilvægt að deiliskipulagið verði ítarlegt m.t.t. útlits mannvirkja, skuggavarps, o.fl. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að Grindinni verði veitt heimild til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi skv. 2 mgr. 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

                                     Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

 

2. 1501233 - Gamli bærinn: deiliskipulag

Framhald frá fundi 450. 

Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, Bryndís, Marta, Ásrún, bæjarstjóri, Jóna Rut, Guðmundur og Hjálmar

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði forkynnt skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

                             Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

 

3. 1505060 - Umsókn um byggingarleyfi: Hraunbraut 3

Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og svaraði fyrirspurnum. 

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María og Guðmundur

Petra Rós Ólafsdóttir óskar eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Hraunbraut 3. Erindinu fylgja teikningar unnar af Atla Davíð Smárasyni dagsettar 21.04.2015. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að fyrirhuguð framkvæmd verði grenndarkynnt fyrir eigendum Heiðahrauns 11 og 13, og Hvassahrauns 9 og 10, skv. 44 gr. skipulagslaga nr.123/2010.

                                 Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

 

4. 1503105 - Umsókn um byggingarleyfi: Verbraut 3

Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og svaraði fyrirspurnum. 

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María

Hópsnes ehf. óskar eftir byggingarleyfi fyrir u.þ.b. 600 m2 geymsluhúsnæði við óskráða eignarlóð við Verbraut. Erindinu fylgja bygginganefndarteikningar unnar af Guðna Sigurbirni Sigurðssyni dagsettar 11.3.2015, útgáfa B. Einnig fylgir umsókn um stækkun lóðar við Verbraut 3 og eignarheimildir á 1.025 m2 spildu undir fyrirhugað mannvirki. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja byggingaráformin.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verði skilað inn til byggingarfulltrúa, þ.m.t. þinglýstum lóðarblöðum með eignarheimildum.

                                    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar

 

5. 1505051 - Umsókn um byggingarleyfi: Víkurbraut 34

Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, Bryndís og bæjarstjóri

Þórkatla ehf. óskar eftir byggingarleyfi fyrir tröppum og útihurð, einnig er óskað eftir því að breyta skráningu í íbúðarhúsnæði. Erindinu fylgja teikningar unnar af Verksýn dagsettar 15.04.2015. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að grenndarkynna fyrirhugaðar framkvæmdir fyrir eigendum við Víkurbraut 36, 32 og Túngötu 7 og 5, skv. 44 gr. skipulagslaga nr.123/2010.

                                   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar

 

6. 1505006 - Fyrirspurn: viðbygging við Víkurbraut 8

Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, bæjarstjóri, Marta, Guðmundur, Jóna Rut og Bryndís

Þórkatla ehf. óskar eftir leyfi fyrir því að stækka neðri hæð ásamt risi og kvist íbúðarhúss til norðausturs u.þ.b. 2,4 m. og staðsetja tvö sumarhús norðaustan megin við húsið. Hvert sumarhús fyrir sig er á lengd 8m x 5m breitt, 40m2. Erindinu fylgja teikningar unnar af tækniþjónustu SÁ dagsettar 19.05.2015. Skipulagsnefnd óskar eftir nánari teikningum og hvernig uppbygging á sumarhúsum samræmast mannvirkjum á svæðinu. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að grenndarkynna fyrirhugaðar framkvæmdir við núverandi hús við Víkurbraut 8 fyrir eigendum Bjargs lnr. 129134 og Víkurbrautar 5 skv. 44 gr. skipulagslaga nr.123/2010. 

                               Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar

 

7. 1505077 - Umsókn um framkvæmdaleyfi: Borholur SVA-25 og 26

Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María og Guðmundur

HS orka óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir tvær nýjar borholur í Svartsengi. Erindinu fylgir afstöðumynd, lýsing framkvæmdar dags. 18.5.2015 og ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu dags. 10.4.2015. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsókn um framkvæmdaleyfi verði samþykkt með fyrirvara um staðfestingu deiliskipulagsbreytingar í b-deild Stjórnartíðinda.

                                      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar

 

8. 1501011 - Úttekt á frístundastarfi á vegum Grindavíkurbæjar

Þorsteinn Gunnarsson sviðsstjóri frístunda-og menningarsviðs kynnti skýrsluna.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, Ásrún og bæjarstjóri

Frístunda-og menningarnefnd hefur samþykkt stefnumótunina og vísar til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarráð samþykkir stefnumótunina fyrir sitt leiti og vísar henni til bæjarstjórnar til samþykktar.

Bæjarstjórn fagnar framlagðri stefnu og þakkar þeim sem að henni stóðu kærlega fyrir vel unnin störf.

                                     Bæjarstjórn samþykkir samhljóða stefnumótunina.

 

9. 1501264 - Aðalstjórn UMFG: Samstarfssamningur 2015-2018

Þorsteinn Gunnarsson sviðsstjóri frístunda-og menningarsviðs kynnti samstarfssamninginn.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, Guðmundur, Jóna Rut, Bryndís, Marta og Guðmundur.

Frístunda- og menningarnefnd hefur samþykkt nýjan samstarfssamning Grindavíkurbæjar við aðalstjórn UMFG sem gildir til 31.12.2018 og leysir eldri samninga af hólmi. Búið er að sameina þrjá mismunandi samninga við UMFG í einn og bæta við afnotum af nýju íþróttamannvirki. 

Bæjarráð fagnar því að kominn sé einn heilstæður samningur við UMFG og leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

                                     Bæjarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

 

10. 1503115 - Samstarf í menntamálum á Suðurnesjum

Til máls tóku: Kristín María, Bryndís, Marta, bæjarstjóri, Guðmundur, Ásrún, Jóna Rut og Hjálmar

Skýrsla um samstarf í menntamálum á Suðurnesjum sem unnin var fyrir Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum í júní 2014 er lögð fram. Í skýrslunni er að finna ýmsar tillögur sem eru til þess fallnar að auka framgang menntunar á Suðurnesjum. Fræðslunefnd hvetur til þess að bæjarstjórn kynni sér skýrsluna og fylgi eftir þeim tillögum sem þar koma fram.

Bæjarstjórn lýsir ánægju sinni með skýrsluna og tillögur er þar koma fram. Bæjarstjórn felur fræðslunefnd að fjalla um og huga að einstaka liðum skýrslunnar sem Grindavíkurbær getur komið í framkvæmd.

Bæjarstjórn hvetur stjórn SSS og menntamálaráðuneytið að setja fram tímasetta aðgerðaáætlun sem byggir á niðurstöðum skýrslunnar.

 

11. 1505069 - Skólapúlsinn 2014-2015: Viðbrögð við viðhorfskönnun foreldra

Til máls tóku: Kristín María, bæjarstjóri, Bryndís, Guðmundur, Marta, Ásrún og Hjálmar

Fræðslunefnd hefur fjallað um hvernig brugðist skuli við niðurstöðu viðhorfskönnunar foreldra í Skólapúlsinum.

Tillaga

Lagt er til að vísa málinu til umfjöllunar á næsta bæjarráðsfund þar sem ákvörðun verði tekin um fundartíma.

                                       Samþykkt samhljóða

 

12. 1503035 - Húsatóftavöllur: stuðningur við uppbyggingu golfvallar

Til máls tók: Kristín María

Undirrituð viljayfirlýsing lögð fram til staðfestingar.

Bæjarstjórn staðfestir viljayfirlýsinguna samhljóða.

 

13. 1505030 - Innheimta vanskilakrafna: Samningur við Inkasso

Til máls tók: Kristín María

Undirritaður samningur lagður fram til staðfestingar.

Bæjarstjórn staðfestir samninginn samhljóða.

 

14. 1505028 - Reiknuð innri leiga: Viðauki við fjárhagsáætlun 2015

Til máls tók: Kristín María

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðaukt við fjárhagsáætlun 2015 að fjárhæð 147.467.778 kr. til gjalda á málaflokka aðalsjóðs. Fjármögnun er hækkun tekna eignasjóðs vegna innri leigu að fjárhæð 145.073.233 kr. og hækkun tekna Víðihlíðar vegna innri leigu að fjárhæð 2.394.545 kr.

                            Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.

 

15. 1505031 - Íþróttamiðstöð: Vegna nýbyggingar og viðhalds á búnaði í sundlaug

Til máls tóku: Kristín María og Guðmundur

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2015 að fjárhæð 3.500.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.

                          Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.

 

16. 1501081 - Ársuppgjör 2014: Grindavíkurbær og stofnanir

Til máls tók: Kristín María

Vísað er til umfjöllunar endurskoðanda við fyrri umræðu, en engar breytingar hafa orðið á ársreikningnum.

Forseti leggur til að ársreikningurinn verði staðfestur með undirritun bæjarfulltrúa.

                            Ársuppgjör Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2014 er samþykkt samhljóða.

 

17. 1504115 - Fulltrúaráð EBÍ: Kjör fulltrúa

Til máls tók: Kristín María

Bæjarráð leggur til að bæjarstjóri verði fulltrúi Grindavíkurbæjar í fulltrúaráði EBÍ og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs til vara.

                                Samþykkt samhljóða

 

18. 1505083 - Breyting á fulltrúum B-lista í nefndum

Til máls tók: Kristín María

Fulltrúar B-lista leggja fram tillögu um eftirfarandi breytingar á fulltrúum B-lista í nefndum.

Nýr varamaður í stað Bryndísar Gunnlaugsdóttur í skipulagsnefnd verði Björgvin Björgvinsson.

Nýr varamaður í stað Björgvins Björgvinssonar í frístunda- og menningarnefnd verði Anton Guðmundsson.

Nýr varamaður í stað Sæbjargar Erlingsdóttur í félagsmálanefnd verði Linda Sylvía Hallgrímsdóttir.

Nýr aðalmaður í stað Bryndísar Gunnlaugsdóttur í nefnd um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja verði Hjörtur Waltersson.

                                    Samþykkt samhljóða

 

19. 1504066 - Bæjarmálasamþykkt: breyting á samþykkt nr.1068/2014

Til máls tók: Kristín María

Tillagan tekin til síðari umræðu.

Í breytingunni felst að heimilt verði að kjósa forseta og varaforseta bæjarstjórnar til árs í senn.

              Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða og felur bæjarstjóra að auglýsa í Stjórnartíðindum.

 

20. 1505084 - Kjör forseta bæjarstjórnar og 1. og 2. varaforseta

Til máls tók: Kristín María

Forseti leggur til að Hjálmar Hallgrímsson verði kjörinn forseti bæjarstjórnar næsta árið.

                                            Samþykkt samhljóða.

 

Forseti leggur til að eftirfarandi verði kjörnir 1. og 2. varaforseti bæjarstjórnar.

1. varaforseti. Kristín María Birgisdóttir.

2. varaforseti. Marta Sigurðardóttir.

                                            Samþykkt samhljóða

 

21. 1505086 - Kjör bæjarráðs: samkvæmt A lið 47.gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar

Forseti leggur til að eftirfarandi verði kjörnir í bæjarráð næsta árið.

Hjálmar Hallgrímsson D-lista

Kristín María Birgisdóttir G-lista, formaður

Ásrún Kristinsdóttir B-lista

Áheyrnarfulltrúi S-lista með málfrelsi og tillögurrétt verði Marta Sigurðardóttir og fær hún greitt fyrir sem almennur bæjarráðsmaður.

Varamenn taka sæti í þeirri röð sem þeir eru kosnir þegar aðalmenn og áheyrnarfulltrúar forfallast.

                                                 Samþykkt samhljóða.

 

22. 1505085 - Heimild til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar

Til máls tóku: Kristín María, Bryndís, Hjálmar, Marta og bæjarstjóri

Með vísan til 8. gr. Samþykkta um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar leggur forseti til að fundir bæjarstjórnar verði felldir niður í júní og júlí í sumarleyfi bæjarstjórnar. 

Jafnframt að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála, nema þar sem lög kveða á um annað í samræmi við 5. mgr. 32. gr. sömu samþykkta.

                                                    Samþykkt samhljóða

 

23. 1505050 - Umsókn um byggingarleyfi: Miðgarður 3

Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og svaraði fyrirspurnum

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María og bæjarstjóri

Vísir hf. óskar eftir byggingarleyfi fyrir sorpskýli og útiskýli við Miðgarð 3. Erindinu fylgja teikningar unnar af Þorleifi Björnssyni dags. 27.04.2015. 

Skipulagsnefnd leggur til að byggingaráformin verði samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verði skilað inn til byggingarfulltrúa.

                                         Bæjarstjórn samþykkir samhjóða tillögu nefndarinnar

 

24. 1505082 - Fundargerð: 459. fundur stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja

Til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut, Guðmundur, bæjarstjóri, Bryndís, Hjálmar og Marta

Fundargerðin lögð fram.

 

25. 1502028 - Svæðisskipulag Suðurnesja

Til máls tók: Kristín María

Fundargerð 3. fundar lögð fram

 

26. 1505001F - Bæjarráð Grindavíkur - 1380

Til máls tóku: Kristín María, Guðmundur, Marta, Bryndís og bæjarstjóri

Fundargerðin lögð fram.

 

27. 1505005F - Bæjarráð Grindavíkur - 1381

Til máls tóku: Kristín María, Guðmundur og bæjarstjóri

Fundargerðin lögð fram.

 

28. 1505007F - Bæjarráð Grindavíkur - 1382

Til máls tók: Kristín María

Fundargerðin lögð fram.

 

29. 1505008F - Fræðslunefnd - 40

Til máls tóku: Kristín María, Guðmundur, bæjarstjóri, Bryndís, Ásrún og Jóna Rut

Fundargerðin lögð fram.

 

30. 1505002F - Skipulagsnefnd - 5

Til máls tóku: Kristín María, Guðmundur, Marta og bæjarstjóri

Fundargerðin lögð fram.

 

31. 1504016F - Frístunda- og menningarnefnd - 43

Til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut, bæjarstjóri, Hjálmar, Marta, Bryndís, Guðmundur og Ásrún

Fundargerðin lögð fram.

 

32. 1505087 - Fundargerðir: fundargerðir stjórnarfunda 689 og 690

Til máls tóku: Kristín María, Marta, Bryndís, Guðmundur, bæjarstjóri og Hjálmar

Fundargerðirnar lagðar fram.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:00.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135