Fundur 5

  • Skipulagsnefnd
  • 22. maí 2015

null

5. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, fimmtudaginn 21. maí 2015 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Sigurður Guðjón Gíslason formaður, Þórir Sigfússon aðalmaður, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Erla Ósk Wissler Pétursdóttir aðalmaður, Ólafur Már Guðmundsson aðalmaður og Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði: Ármann Halldórsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

 

Dagskrá:

1. 1505008 - Kynning: Skipulagsmál
Ólafur Árnason og Eva Dís komu inn á fundinn og kynntu skipulagsmál almennt.

2. 1501233 - Gamli bærinn: deiliskipulag
Ólafur Árnasson og Eva Dís kynntu tillögu að deiliskipulagi fyrir gamla bæinn.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði forkynnt skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3. 1501092 - Deiliskipulag, Eldvörp rannsóknarborholur.frh
Vinnslutillaga að deiliskipulagi var kynnt í febrúar í samræmi við 40. gr. skipulagslaga. Deiliskipulagstillagan var auglýst 30. mars og var athugasemdarfrestur til 20. maí í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.
Alls bárust 4 athugasemdir frá Dagnýju Indriðadóttur, Guðrúnu Ægisdóttur, Halldóri Inga og Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands. Einnig bárust umsagnir frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja.
Málinu vísað til umhverfis- og ferðamálanefndar.

4. 1505077 - Umsókn um framkvæmdaleyfi: Borholur SVA-25 og 26
Erindi frá HS orku kt. 680475-0169. Í erindinu er óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir tvær nýjar borholur í Svartsengi. Erindinu fylgir afstöðumynd, lýsing framkvæmdar dags. 18.5.2015 og ákvörðun skipulagsstofnunar um matsskyldu dags. 10.4.2015. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsókn um framkvæmdaleyfi verði samþykkt með fyrirvara um staðfestingu deiliskipulagsbreytingar í b-deild stjórnartíðinda.

5. 1505005 - Deiliskipulagsbreyting: Stamphólsvegur 3
Erindi frá Grindinni ehf. kt.610192-2389. Erindið er fyrirspurn um hvort hægt sé að breyta deiliskipulagi við Stamphólsveg. Umræddar breytingar fela í sér aukið byggingarmagn á svæðinu úr 24 íbúðir í 48 og stækkun byggingarreitar til norðurs að 5 metrum frá lóðarmörkum. Erindinu fylgja teikningar unnar af Jóni Stefáni Einarssyni.
Skipulagsnefnd tekur vel í erindið en áréttar að umrædd staðsetning sé við bæjardyrnar og mikilvægt að deiliskipulagið verði ítarlegt m.t.t. útlits mannvirkja, skuggavarps, o.fl. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að Grindinni verði veitt heimild til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi skv. 2 mgr. 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6. 1501208 - Deiliskipulag miðbæjarkjarna Grindavíkur.
Málinu frestað.

7. 1502001 - Skipulagsnefnd: Samþykkt
Málinu frestað.

8. 1501154 - Samþykkt um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa
Málinu frestað.

9. 1505006 - Fyrirspurn: viðbygging við Víkurbraut 8
Erindi frá Þórkötlu ehf. kt. 440407-1290 í erindið er óskað eftir leyfi fyrir því að stækka neðri hæð ásamt risi og kvist íbúðarhúss til norðausturs uþb. 2,4m. og staðsetja tvö Sumarhús norðaustan megin við húsið. Hvert sumarhús fyrir sig er á lengd 8m x 5m breitt, 40m2. Erindinu fylgja teikningar unnar af tækniþjónustu SÁ dagsettar 19.05.2015. Skipulagsnefnd óskar eftir nánari teikningum og hvernig uppbygging á sumarhúsum samræmast mannvirkjum á svæðinu. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að grenndarkynna fyrirhugaðar framkvæmdir við núverandi hús við Víkurbraut 8 fyrir eigendum Bjargs lnr. 129134 og Víkurbrautar 5 skv. 44 gr. skipulagslaga nr.123/2010.

10. 1505029 - Oktober Productions ehf: Leyfi fyrir myndatökum
Erindi frá October Productions kt. 481009-0220. Í erindinu er óskað eftir leyfi til kvikmyndatöku í Hópsnesi. Kvikmyndatökunni fylgir uppsetning á heitum potti unnum úr vínildúk. Ekkert jarðrask fylgir myndatökunni. Einnig þarf að loka svæðinu á meðan kvikmyndatökum stendur frá 16:00 til 01:00 17. júní nk. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við umrædda myndatökur enda verði svæðinu skilað í sama ástandi og það er.

11. 1505051 - Umsókn um byggingarleyfi: Víkurbraut 34
Erindi frá Þórkötlu ehf. kt: 440407-1290. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir tröppum og útihurð, einnig er óskað eftir því að breyta skráningu í íbúðarhúsnæði. Erindinu fylgja teikningar unnar af Verksýn dagsettar 15.04.2015. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að grenndarkynna fyrirhugaðar framkvæmdir fyrir eigendum við Víkurbraut 36, 32 og Túngötu 7 og 5, skv. 44 gr. skipulagslaga nr.123/2010.

12. 1505050 - Umsókn um byggingarleyfi: Miðgarður 3
Erindi frá Vísi hf. kt. 701181-0779. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir sorpskýli og útiskýli við Miðgarð 3. Erindinu fylgja teikningar unnar af Þorleifi Björnssyni dags. 27.04.2015. Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verði skilað inn til byggingarfulltrúa.

13. 1503105 - Umsókn um byggingarleyfi: Verbraut 3
Erindi frá Hópsnes ehf. kt. 470265-0199. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir u.þ.b. 600 m2 geymsluhúsnæði við óskráða eignarlóð við Verbraut. Erindinu fylgja bygginganefndarteikningar unnar af Guðna Sigurbirni Sigurðssyni kt. 250582-4479 dagsettar 11.3.2015, útgáfa B. Einnig fylgir umsókn um stækkun lóðar við Verbraut 3 og eignarheimildir á 1.025 m2 spildu undir fyrirhugað mannvirki. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja byggingaráformin.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verði skilað inn til byggingarfulltrúa.

14. 1505060 - Umsókn um byggingarleyfi: Hraunbraut 3
Erindi frá Petru Rós Ólafsdóttur. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Hraunbraut 3. Erindinu fylgja teikningar unnar af Atla Davíð Smárasyni kt: 120783-5729 dagsettar 21.04.2015 Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að fyrirhuguð framkvæmd verði grenndarkynnt fyrir eigendum Heiðahrauns 11 og 13 skv. 44 gr. skipulagslaga nr.123/2010.

15. 1505061 - Fyrirspurn: Svalarhurð við Víkurbraut 38
Erindi frá Sangwan Jónsson. Í erindinu er óskað eftir umsögn nefndarinnar um fyrirhugaðar framkvæmdir við Víkurbraut 38 n.h. Framkvæmdirnar fela í sér að bætt verði við svalarhurð við suðurhlið hússins. Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um skriflegt samþykki eigenda Víkurbautar 36 og öðrum íbúðum Víkurbrautar 38. Byggingarleyfi verður gefið út skilað inn þegar tilskilin gögnum hefur verið skilað inn.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:05

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135