Sólarvéiđ lagfćrt, aftur

  • Fréttir
  • 20. maí 2015

Eins og við greindum frá í haust svöluðu einhverjir óprúttnir aðilar skemmdarfýsn sinni á Sólarvéinu við íþróttahúsið svo að mjög sá á. Ekki tókst að fá viðgerðarmenn til að sinna lagfæringum í haust svo að veturinn tók upp þráðinn þar sem skemmdarvargarnir létu hann frá sér og molnaði áfram töluvert úr skemmdinni í vetur og fram á vor. Nú í upphafi vikunnar kom föngulegur hópur grjóthleðslumanna loks á staðinn og færði staðinn til betri vegar.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við flytjum fréttir af lagfæringum á Sólarvéinu en vonandi í það síðasta. Það hafa löngum verið skiptar skoðanir meðal bæjarbúa um ágæti Sólarvésins en sennilega geta allir verið sammála um það að það er engin prýði af því að skemma staðinn. Vonandi fær það því að standa óáreitt og við þurfum ekki að láta gera við það enn einu sinni.

Sólarvéið eins og það leit út í nóvember í fyrra.

Ánægðir hleðslumenn við verklok


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir