Bćjarráđ, fundur 1381

  • Bćjarráđ
  • 13. maí 2015

1381. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 12. maí 2015 og hófst hann kl. 17:00.

 

Fundinn sátu:

Kristín María Birgisdóttir varaformaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Guðmundur L. Pálsson varamaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir varamaður og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

 

Kristín María stýrði fundi í fjarveru formanns.

 

Dagskrá:

 

1. 1504005 - Áhorfendastúka: Galli í þakklæðningu

Til fundarins voru mættir Sigmar Árnason, byggingafulltrúi, og Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri frístunda og menningarsviðs.

Þeir fóru yfir tjón sem varð á þaki áhorfendastúkunnar á Grindavíkurvelli í roki fyrr í vetur. Þegar þakið var skoðað í kjölfar tjónsins kom í ljós að það var ekki sett á samkvæmt verklýsingu og teikningum. 

Samþykkt að gefa verktakanum frest til næsta bæjarráðsfundar að koma með tillögu að lausn.

 

2. 1501264 - Aðalstjórn UMFG: Samstarfssamningur 2015-2018

Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, var mættur á fundinn og kynnti hann drög að samstarfssamningi við UMFG. 

Bæjarráð fagnar því að kominn sé einn heilstæður samningur við UMFG og leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

 

3. 1501011 - Frístundastarf Grindavíkurbæjar: Úttekt og stefnumótun

Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, var mættur á fundinn og fór hann yfir samráðsferlið við gerð stefnumótunarinnar og kynnti skýrslu um stefnumótun frístundastarfs Grindavíkurbæjar.

Bæjaráð lýsir yfir mikilli ánægju með vel unna stefnumótun frístundastarfs og færir þeim aðilum sem komu að vinnunni kærar þakkir fyrir vel unnið starf.

Bæjarráð samþykkir stefnumótunina fyrir sitt leiti og vísar henni til bæjarstjórnar til samþykktar.

 

4. 1505031 - Íþróttamiðstöð: Vegna nýbyggingar og viðhalds á búnaði í sundlaug

Íþróttamiðstöð óskar eftir viðauka við fjárhagsáæltun 2015 vegna búnaðarkaupa í nýju aðstöðuna að fjárhæð 3.500.000 kr.

 

Bæjarráð samþykkir viðauka að fjárhæð 3.500.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.

 

5. 1504103 - Minja- og sögufélag GRV: Sýning í Garðhúsi

Minja- og sögufélag Grindavíkur óskar eftir að fá "Gestahús" á Mánagötu 6 til afnota vegna sýningar á gömlum munum.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að gera drög að samningi og leggja fyrir bæjarráð.

 

6. 1505014 - Fjárhagsáætlun 2015: Yfirlit viðauka á árinu.

Lagt fram.

 

7. 1505028 - Reiknuð innri leiga: Viðauki við fjárhagsáætlun 2015

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2015 að fjárhæð 147.467.778 kr. til gjalda á málaflokka aðalsjóðs. Fjármögnun er hækkun tekna eignasjóðs vegna innri leigu að fjárhæð 145.073.233 kr. og hækkun tekna Víðihlíðar vegna innri leigu að fjárhæð 2.394.545 kr.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

8. 1505013 - Rekstraryfirlit janúar - mars 2015: Grindavíkurbær og stofnanir

Rekstaryfirlit lagt fram.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar þar sem ekki hafa borist umbeðin gögn og skýringar frá sviðsstjórum.

 

9. 1505030 - Innheimta vanskilakrafna: Samningur við Inkasso

Samningurinn lagður fram. 

Gera þarf breytingu á 18. grein.

Breyttum samningi vísað til næsta bæjarráðsfundar.

 

10. 1505033 - Jarðirnar Vík, Rafnshús og hluta Júlíusarbletts í Grindavík.

Bæjarráð getur ekki tekið afstöðu til kaupa á Júlíusarbletti að svo stöddu. 

Óskað er eftir nákvæmari upplýsingum um stærð og staðsetningu landsins sem verið er að bjóða Grindavíkurbæ að gera tilboð í.

 

11. 1501168 - Austurvegur 1: umsókn um byggingarleyfi áfangi 2

Fundargerð bygginganefndar íþróttamannvirkja frá 21. apríl lögð fram.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:25.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135