Fundur 452

  • Bćjarstjórn
  • 29. apríl 2015

452. fundur Bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 28. apríl 2015 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson Bæjarfulltrúi, Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm Bæjarfulltrúi, Guðmundur L. Pálsson Bæjarfulltrúi, Marta Sigurðardóttir Bæjarfulltrúi, Jóna Rut Jónsdóttir Bæjarfulltrúi, Ásrún Helga Kristinsdóttir Bæjarfulltrúi, Lovísa H Larsen varamaður, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Hjálmar, 1. varaforseti, stýrði fundi í fjarveru forseta.

Í upphafi fundar leitaði forseti heimildar til að setja eftirfarandi mál á dagskrá með afbrigðum.

1504108 Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm: leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi
Fundargerð 3. fundar skipulagsnefndar
Fundargerð 42. fundar frístunda-og menningarnefndar
1504109 Kalka: Breyting á varamanni

Samþykkt samhljóða

Dagskrá:

1. 1504089 - Ungmennaráð: Málefni ungmenna í Grindavík
Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs kom á fundinn ásamt Lárusi Guðmundssyni, Nökkva Harðarsyni, Elsu Katrínu Eiríksdóttur, Nökkva Má Nökkvasyni, Katrínu Lóu Sigurðardóttur, Þórveigu Huldu Frímannsdóttur fulltrúum ungmennaráðs Grindavíkur.

Ungmennaráð kynnti framgang verkefna sem ákveðið var að veita fjármagni til á 40 ára afmælisfundi bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Lovísa, Bryndís, bæjarstjóri, Guðmundur, Marta, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, Jóna Rut og Ásrún

Samþykkt samhljóða að vísa áskorunum ungmennaráðs til umfjöllunar í bæjarráði.

2. 1501081 - Ársuppgjör 2014: Grindavíkurbær og stofnanir
Lilja Karlsdóttir, endurskoðandi hjá KPMG kom á fundinn og fór yfir endurskoðunarskýrslu vegna endurskoðunar ársins 2014 og svaraði fyrirspurnum.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir helstu stærðir í ársreikningi og helstu frávik frá áætlun.

Aðrir sem til máls tóku: Allir

Bókun
Rekstrarniðurstaða A-hluta var afgangur að fjárhæð 125,1 milljón króna. Áætlun gerði ráð fyrir 34,3 milljónum króna í rekstrarhalla. Rekstrarniðurstaða í samanteknum reikningsskilum A og B hluta, er 194,5 milljónir króna í afgang en áætlun gerði ráð fyrir 4,4 milljónum króna í rekstrarafgang. Munar þar mestu um að rekstrartekjur eru 207,0 milljónum króna yfir áætlun. Vegna lægri verðbólgu en áætlað hafði verið eru verðbótagjöld 20,7 milljónum lægri en áætlun gerði ráð fyrir.

Helstu frávik í rekstri samantekinna reikningsskila A og B hluta eru:
- Útsvar og fasteignaskattur eru 63,4 milljónum króna hærri en áætlun gerði ráð fyrir.
- Framlög Jöfnunarsjóðs eru 84,3 milljón króna hærri en áætlun.
- Aðrar tekjur eru 59,3 milljónum króna hærri en áætlun.
- Laun- og launatengd gjöld eru 37,9 milljónum króna hærri en áætlun.
- Annar rekstrarkostnaður er 10,6 milljónum króna hærri en áætlun gerði ráð fyrir.
- Afskriftir eru 12,6 milljónum króna lægri en áætlun.
- Fjármagnsliðir eru 18,8 milljónum króna hagstæðari en áætlun gerði ráð fyrir.

Heildareignir í samanteknum reikningsskilum A og B hluta eru 8.174,9 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar eru 1.517,6 milljón króna. Lífeyrisskuldbinding er um 483,6 milljón króna og þar af er áætluð næsta árs greiðsla 19,7 milljónir króna. Langtímaskuldir eru 743,1 milljón króna og þar af eru næsta árs afborganir26,9 milljónir króna. Eigið fé í samanteknum reikningsskilum er 6.657,3 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall 81,4%.

Skuldahlutfall A- og B-hluta skv. 2. tl. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nemur 62% af reglulegum tekjum. Þar af eru 20% vegna skuldar sem til er komin vegna kaupa á Orkubraut 3 af HS Orku hf. en sú skuld er 492,9 milljónir króna og er greidd með auðlindagjaldi og lóðarleigu frá HS Orku hf.

Skuldaviðmið skv. 14. gr. reglugerðar nr. 502 frá 2012 er negatíft í A-hluta þar sem hreint veltufé er hærra en heildarskuldir að teknu tilliti til frádráttar vegna lífeyrisskuldbindingar. Í A- og B-hluta er skuldaviðmiðið 6,6%
Rekstur í samanteknum reikningsskilum A og B hluta skilaði 400,7 milljónum króna í veltufé frá rekstri sem er 16,5% af heildartekjum en áætlun gerði ráð fyrir veltufé frá rekstri að fjárhæð 222,3 milljónir króna.

Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum í samanteknum reikningsskilum A og B hluta nam á árinu 2014, 806,3 milljónum króna en áætlun gerði ráð fyrir 789,6 milljónum króna. Helstu frávik frá áætlun eru vegna fjárfestingar í gatnagerð og lægri tekjum vegna gatnagerðargjalda.

Á árinu voru engin ný lán tekin en afborganir langtímalána voru 49,2 milljónir króna.
Handbært fé lækkaði um 289,6 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir lækkun að fjárhæð 589,7 milljónum króna. Handbært fé í árslok 2014 var 1.297,4 milljónir króna.
Bæjarstjórn Grindavíkur

Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi Grindavíkurbæjar og stofnana hans fyrir árið 2014 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

3. 1504072 - Breyting á aðalskipulagi: Syðsti hluti Víkurbrautar.
Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs gerði grein fyrir tillögu að óverulegri breytingu aðalskipulags Grindavíkurbæjar 2010 -2030 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin á við syðsta hluta Víkurbrautar sem liggur niður að Sjávarbraut.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Marta, Bryndís og Jóna Rut

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum og auglýsi ákvörðun sína skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Skipulagsnefndar.

4. 1501153 - Breyting á deiliskipulagi hesthúsabyggðar, fráveita í rotþró og stækkun byggingarreitar við reiðhöll.
Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs gerði grein fyrir tillögu að breytingu á deiliskipulagi hesthúsabyggðar, eftir grenndarkynningu. Tvær athugasemdir bárust sem leiddu í ljós ósamræmi í lóðarblöðum fyrir lóðir Hópsheiði 8,10 og 12. í framhaldi hefur uppdráttum verið breytt til samræmis þess sem er þinglýst á nr. 8.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar og Guðmundur

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra að láta grenndarkynna uppfærð gögn skv 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5. 1503099 - Breyting á deiliskipulagi: Svartsengi
Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs gerði grein fyrir tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Svartsengi, eftir grenndarkynningu.

Aðrir sem til máls tóku: Guðmundur, bæjarstjóri og Jóna Rut

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytinguna og fela sviðsstjóra að senda Skipulagsstofnun samþykkta deiliskipulagsbreytingu og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Skipulagsnefndar.

6. 1501182 - Deiliskipulag fiskeldis á Stað.
Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs gerði grein fyrir tillögu að breytingu á deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu fiskeldis á Stað unnin af AVH arkitektum dagsett í mars 2015 tekin fyrir.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, bæjarstjóri, Bryndís, Marta, Jóna Rut og Lovísa

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagið verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum tillögu Skipulagsnefndar að undangenginni forkynningu, Guðmundur situr hjá.

7. 1501021 - Deiliskipulag miðbæjar - Ránargata og Hafnargata.frh.
Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs gerði grein fyrir tillögu að deiliskipulagi miðbæjar við Ránargötu og Hafnargötu.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, bæjarstjóri, Guðmundur og Bryndís

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagið verði auglýst með áorðnum breytingum skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Skipulagsnefndar.

8. 1501208 - Deiliskipulag miðbæjarkjarna Grindavíkur.
Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs gerði grein fyrir tillögu að deiliskipulagi miðbæjarkjarna við Víkurbraut, dagsett 19.3.2015 unnið af Alta.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, bæjarstjóri, Marta, Guðmundur, Bryndís og Jóna Rut

Lagt er til að fresta afgreiðslu málsins og boðað verði til sameiginlegs funda Skipulagsnefndar og bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða

9. 1503027 - Umsókn um framkvæmdaleyfi: endurnýjun hitaveitulagnar við Víkurbraut
Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs gerði grein fyrir umsókn HS veitna hf. um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu 290 mm DN300/450 hitaveitulögn meðfram Víkurbraut vestanverðri frá Nesvegi að Hópsbraut og tengingu inn á tvo hitaveitubrunna. Einnig er óskað eftir að fá að loka göngustíg meðfram fyrirhugaðri lögn á hluta verktímans sem er áætlaður frá 18. júní til 18. júlí. Erindinu fylgja teikningar merktar 101-104 unnar af Verkís verkfræðistofu dags. 16.02.2015.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Bryndís og Jóna Rut

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Skipulagsnefndar.

10. 1503105 - Umsókn um byggingarleyfi: Verbraut 3
Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs gerði grein fyrir umsókn Hópsness ehf. um byggingarleyfi fyrir u.þ.b. 600 m2 geymsluhúsnæði við óskráða eignarlóð við Verbraut. Erindinu fylgja bygginganefndarteikningar unnar af Guðna Sigurbirni Sigurðssyni kt. 250582-4479 dagsettar 11.3.2015, útgáfa B. Einnig fylgir umsókn um stækkun lóðar við Verbraut 3 og eignarheimildir á 1.025 m2 spildu undir fyrirhugað mannvirki.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, bæjarstjóri og Guðmundur

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að fyrirhuguð framkvæmd verði grenndarkynnt fyrir eigendum Víkurbrautar 1 og 3 og Verbraut 1, 3a og 3b skv. 44 gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Skipulagsnefndar.

11. 1503142 - Skipulagsnefnd: Breyting á fulltrúa D-lista í nefndinni
Til máls tók: Hjálmar

D-listi gerir tillögu um breytingu á fulltrúa í skipulagsnefnd.

Ólafur Már Guðmundsson verði aðalmaður og Jón Emil Halldórsson verði varamaður.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna.

12. 1504087 - Kosningaréttur kvenna: 100 ára afmæli
Til máls tóku: Hjálmar, bæjarstjóri og Bryndís, Guðmundur

Bæjarstjóri leggur fram eftirfarandi tillögu
Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkir að loka öllum starfsstöðvum sínum frá og með kl. 12:00 á kvenfrelsisdaginn 19. júní næstkomandi og veita starfsfólki frí.
Með ákvörðuninni sýnir bæjarstjórn 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna virðingu og hvetur starfsmenn til að taka þátt í skipulögðum hátíðahöldum þann dag sem áformuð eru í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna.

Samþykkt samhljóða

13. 1503035 - Húsatóftavöllur: stuðningur við uppbyggingu golfvallar
Bæjarstjóri kynnti tillögu að viljayfirlýsingu milli Grindavíkurbæjar, Bláa Lónsins og Golfklúbbs Grindavíkur um stuðning við uppbyggingu golfvallar að Húsatóftum. Gert er ráð fyrir að undirritun fari fram miðvikudaginn 29. apríl.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða viljayfirlýsinguna fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að undirrita hana.

14. 1504066 - Bæjarmálasamþykkt: breyting á samþykkt nr.1068/2014
Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögu um breytingu á 7. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar. Í breytingunni felst að heimilt verði að kjósa forseta og varaforseta bæjarstjórnar til árs í senn.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Marta, Bryndís og Guðmundur

Tillagan er tekin til fyrri umræðu.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa tillögunni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

15. 1502076 - Fjölmenningarstefna: tillaga B-lista
Til máls tókiu: Hjálmar og bæjarstjóri

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2015 að fjárhæð 750.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé.

Samþykkt samhljóða

16. 1503113 - Hlutfall ófaglærðra á Leikskólanum Laut
Til máls tók: Hjálmar

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2015 að fjárhæð 1.750.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé.

Samþykkt samhljóða

17. 1504001 - Leikskóli: Stuðningur vegna fatlaðra barna
Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut, bæjarstjóri og Guðmundur

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2015 að fjárhæð 5.603.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé.

Samþykkt samhljóða

18. 1504063 - Ósk um aukafjárveitingu: Hitalagnir í gömlu sundmiðstöð.
Til máls tóku: Hjálmar og Guðmundur

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2015 að fjárhæð 2.000.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé.

Samþykkt samhljóða

19. 1504108 - Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm: leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi
Til máls tóku: Hjálmar og Bryndís

Með vísan til 2 og 3. mgr. 30.gr sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 óskar Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm bæjarfulltrúi B-lista eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi frá og með 1. júní 2015 til 31. maí 2016.

Bókun
Forseti bæjarstjórnar, bæjarfulltrúar og Grindvíkingar allir.
Haustið 2013 greindist ég með vefjagigt en þá hafði ég verið veik frá því snemma árið 2009 án þess að vita hvað væri að. Síðustu tvö ár hef ég markvisst unnið að því að ná að samtvinna vinnu, bæjarstjórn og einkalíf ásamt því að hafa tíma til að hlúa að heilsunni. Lykilatriði fyrir þá sem glíma við vefjagigt er jafnvægi, nægur svefn og hóflegt álag, bæði líkamlegt og andlegt. Því miður hefur mér ekki tekist að finna þetta jafnvægi verandi í krefjandi starfi í Reykjavík sem lögfræðingur, oddviti Framsóknar í Grindavík ásamt því að geta sinnt einkalífi og heilsunni. Er því komin sá tími er ég verð að láta líkamlega heilsu í fyrsta sæti og óska ég því eftir leyfi frá störfum bæjarfulltrúa frá 1. júní 2015 til 31. maí 2016 þar sem ég mun flytja úr sveitarfélaginu um stundarsakir til að geta einbeitt mér betur að því að ná heilsu.
Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm

Samþykkt samhljóða

20. 1504109 - Kalka: Breyting á varamanni
Til máls tók: Hjálmar

Þórunn Róbertsdóttir óskar eftir lausn frá störfum sem varamaður í stjórn Kölku.
Í stað hennar er lagt er til að Jónas Þórhallsson taki sæti sem varamaður í stjórn Kölku.
Samþykkt samhljóða

21. 1504088 - Fundargerð: 458. fundur stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja
Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut, bæjarstjóri, Marta, Bryndís og Ásrún

Fundargerðin er lögð fram.

22. 1504082 - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: fundargerð stjórnarfundur 688
Til máls tók: Hjálmar

Fundargerðin er lögð fram.

23. 1501278 - Samband sveitarfélaga á suðurnesjum: Vetrarfundur.
Til máls tók: Hjálmar

Fundargerðin er lögð fram.

24. 1504085 - Samtök orkusveitarfélaga: fundargerðir stjórnarfunda 17-20
Til máls tóku: Hjálmar, Bryndís og bæjarstjóri

Fundargerðin er lögð fram.

25. 1504086 - Samtök sjávarútvegssveitarfélaga: Fundargerð 18. fundar
Til máls tóku: Hjálmar og bæjarstjóri

Fundargerðin er lögð fram.

26. 1504002F - Bæjarráð Grindavíkur - 1377
Til máls tók: Hjálmar

Fundargerðin er lögð fram.

27. 1504008F - Bæjarráð Grindavíkur - 1378
Til máls tók: Hjálmar

Fundargerðin er lögð fram.

28. 1504011F - Bæjarráð Grindavíkur - 1379
Til máls tók: Hjálmar

Fundargerðin er lögð fram.

29. 1503016F - Fræðslunefnd - 38
Til máls tóku: Hjálmar, Bryndís, Guðmundur, bæjarstjóri, Lovísa, Jóna Rut, Ásrún og Marta

Fundargerðin er lögð fram.

30. 1504007F - Fræðslunefnd - 39
Til máls tóku: Hjálmar, Bryndís, Guðmundur, bæjarstjóri, Lovísa, Jóna Rut, Ásrún og Marta

Fundargerðin er lögð fram.

31. 1504003F - Umhverfis- og ferðamálanefnd - 4
Til máls tók: Hjálmar

Fundargerðin er lögð fram.

32. 1504005F - Skipulagsnefnd - 4
Til máls tók: Hjálmar

Fundargerðin er lögð fram.

33. 1504010F - Hafnarstjórn Grindavíkur - 434
Til máls tók: Hjálmar

Fundargerðin er lögð fram.

34. 1503008F - Félagsmálanefnd - 51
Til máls tók: Hjálmar

Fundargerðin er lögð fram.

35. 1504004F - Félagsmálanefnd - 52
Til máls tók: Hjálmar

Fundargerðin er lögð fram.

36. 1503017F - Frístunda- og menningarnefnd - 42

Til máls tóku: Hjálmar, Lovísa, Jóna Rut, bæjarstjóri og Bryndís

Fundargerðin er lögð fram.

37. 1502012F - Skipulagsnefnd - 3

Til máls tók: Hjálmar

Fundargerðin er lögð fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:00.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135