Tíu nemendur útskrifađir úr 12m skipstjórnarnámi

  • Fréttir
  • 27. apríl 2015

Yngsti framhaldsskóli landsins, Fisktækniskóli Íslands, útskrifaði föstudaginn 24. apríl tíu nemendur úr 12m skipstjórnanámi. Þeir komu víðsvegar að, frá Sandgerði, Garðinum, Reykjanesbæ, Grindavík, Hafnarfirði og Akranesi. Skólinn sem aðeins er fjögurra ára gamall hefur verið í mikilli sókn undanfarið og er það fagnaðarefni fyrir Grindvíkinga að rekstrargrundvöllur hans virðist nú loksins hafa verið tryggður í meira en eitt ár.

Gunnlaugur Dan Ólafsson skrifaði pistil um skólann sem birtist á Grindavík.net. Pistilinn má lesa í heild sinni þar. Við birtum hér smá bút:

„Þrátt fyrir ungan aldur hefur skólinn þróast hratt og er stöðugt í mótun. Reynt er að skynja þarfir fyrir grunnmenntun á ólíkum sviðum sjávarútvegs og bregðast við þeim. Upphaflega var lagt upp með tveggja ára nám í fisktækni sem náði til veiða, vinnslu og fiskeldis, þar sem um var að ræða fjórar annir, tvær í bóklegum greinum í dagskóla og tvær annir í vinnustaðanámi. Síðan hefur bæst við eins árs nám í Marel-vinnslutækni í samvinnu við Marel. Það nám fer fram í lotum. Og um síðustu áramót hófst nám í gæðastjórnun, sem kennt er á sama hátt og Marel-vinnslutæknanámið. Áfram mun skólinn bregðast við brýnni þörf á menntun og nú þegar, er hafin undirbúningur að grunnnámi í fiskeldi sem væntanleg mun hefjast næsta haust.“

Framtíðin virðist vera björt hjá Fisktækniskóla Íslands í Grindavík. Óskum við nemendunum til hamingju með útskriftina og skólanum góðs gengis í framtíðinni.

Mynd: Grindavík.net


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir