Kynning á verkum Ármanns Kr. Einarssonar á bókasafninu

  • Bókasafnsfréttir
  • 21. apríl 2015

Föstudaginn 24. apríl n.k. mun Kristín Ármannsdóttir halda kynningu á verkum föður síns, rithöfundarins Ármanns Kr. Einarssonar, en 30. janúar síðastliðinn var liðin öld frá fæðingu hans. 

Kynningin verður í sal grunnskólans í Iðunni, hefst kl. 10.00 og er öllum opin. 

 

Í grein sem birtist í Morgunblaðinu 30. janúar 2000 er stiklað á stóru í lífi Ármanns:

"Eftir Ármann liggja liðlega 40 barnabækur og í áratugi var Ármann ókrýndur konungur ævintýrasagna fyrir börn og unglinga. Á hverju ári biðu íslensk börn eftir nýrri bók um Árna í Hraunkoti eða Óla og Magga. Ármann notaði líka íslenskar séraðstæður til að skapa spennandi söguþráð, t.d. Surtseyjargosið, leit að gullskipi á söndum Skeiðarár, landhelgisdeiluna og gosið á Heimaey, og Leifur heppni varð einnig söguhetja í einni af ævintýrabókum Ármanns. En Ármann reyndi líka fyrir sér með annarri tegund barnabóka. Með sögunum, "Afastrák" og "Ömmustelpu" fetaði hann inn á nýjar brautir á rithöfundaferli sínum enda ævintýrabækur ekki lengur í tísku á áttunda áratug aldarinnar. Félagslegt raunsæi var boðskapur tíðarandans í barnabókmenntum og ævintýrin þóttu yfirborðskennd og óraunsæ. En Ármann var fyrst og fremst höfundur sem hafði það að markmiði að skemmta lesendum sínum og þótt sögusviðið færðist inn á heimilið og leikskólann var þetta ekki sorglegt leiksvið, vandamálin voru ekki ofarlega í huga hans. [...]  Ármann hlaut Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur árið 1977 fyrir bók sína um "Ömmustelpu" og hafði dómnefnd valið hana bestu barnabók ársins á undan. Árið 1980 fékk hann riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu einkum fyrir ritstörf sín fyrir börn og unglinga.

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/516170/

 

Dagskráin er styrkt af Menningarráði Suðurnesja.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir