Fundur nr. 15

  • Ungmennaráđ
  • 21. apríl 2015

Fundur haldinn 20. apríl 2015 kl. 20:00 í félagsmiðstöðinni Þrumunni.
Mættir:
• Nökkvi Harðarson
• Elsa Katrín Eiríksdóttir
• Karín Óla Eiríksdóttir
• Nökkvi Nökkvason
• Katrín Lóa Sigurðardóttir
• Lárus Guðmundsson, formaður.
• Ólafur Þór Unnarsson
• Þórveig Hulda Frímannsdóttir
• Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri
• Jóhann Árni Ólafsson, frístundaleiðbeinandi
• Halldóra Magnúsdóttir, skólastjóri

1. Ungt fólk og lýðræði - ráðstefna
Þórveig Hulda og Elsa Katrín sögðu frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði 2015 sem fór fram dagana 25.-27. mars á Hótel Stykkishólmi en þær voru fulltrúar Ungmennaráðs Grindavíkur á ráðstefnunni. Yfirskrift ráðstefnunnar var; Margur verður að aurum api - réttindi og skyldur ungs fólks á vinnumarkaði.

2. Grindavíkurapp
Er tilbúið en því miður er enn verið að bíða eftir samþykki frá IPhone að sögn Sigurpáls Jóhannssonar kerfisstjóra. Vonast er til að það verði tilbúið fyrir næsta bæjarstjórnarfund.

3. Bæjarstjórnafundur í apríl
Ungmennaráð fer inn á bæjarstjórnarfund 28. apríl. Rætt um að kynna eftirfarandi á fundinum:
a) Kynning á Grindavíkurappinu, ef það verður tilbúið. - NH
b) Kynning á Ungmennagarðinum. - LG
c) Áskoranir ungs fólks til bæjarstjórnar - KLS

4. Hugmyndavinna um Ungmennagarð
Farið yfir kostnaðaráætlun vegna Ungmennagarðsins á austurlóð Grunnskóla Grindavíkur og forgangsröðun miðað við fjárhagsáætlun. Farið svo út á lóð og svæðið fyrir garðinn mælt upp. Eftirfarandi var samþykkt fyrir fyrsta áfanga, 2015:
• Aparóla samkvæmt fyrirliggjandi tillögu
• Skýli. Þarf að útfæra betur og loka, svipað og er í Selskógi, en stærra.
• Útigrill samkvæmt fyrirliggjandi tillögu, svipað og á tjaldsvæðinu.
• Strandblakvöllur þar sem bláa útistofan er. Í framtíðinni mætti setja yfir hann yfir veturinn til að nýta sem tennisvöll.
• Minigolfbrautir. Beðið eftir frekari kostnaðaráætlun.
• Sófaróla. Hafa stærri rólu en kemur fram á teikningu.
• Rætt að hafa girðinguna svipaða og er á skólalóðinni við Víkurbrautina. Gegnt lögreglustöðinni við Ásbraut þarf að færa eða fjarlægja mönina til að færa aparóluna þar eins nálægt og kostur er til að nýta sem best plássið.
• Fyrir árið 2016: Trampólín körfuboltavöllur. Ungmennaráðið með formann í broddi fylkingar ætlar að kanna betur útfærsluna á þessu.

Samþykkt að sviðsstjóri boði til fundar með starfsmönnum bæjarins til að kynna verkefnið og koma því af stað svo hægt sé að vinna í þessu í sumar þegar skólinn er ekki í gangi.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 21.30.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135