Körfuboltavertíđin á enda í efstu deild, Snćfell sendu stelpurnar í sumarfrí

  • Körfubolti
  • 17. apríl 2015

Grindavíkurstúlkur luku keppni í Dominosdeild kvenna í gærkvöldi þega þær töpuðu á heimavelli fyrir Snæfelli og þar með viðureigninni 3-1. Grindavík náði sér aldrei almennilega á strik í leiknum nema rétt í byrjun og sigur gestanna var í raun aldrei í hættu.

Blaðamaður Grindavík.is var að sjálfsögðu á leiknum og skrifaði umfjöllun sem birtist í gær á karfan.is og núna aftur hér hjá okkur:

Snæfellsstúlkur sýndu það í kvöld að það var engin tilviljun að þær enduðu efstar í deildinni í vetur þegar þær völtuðu yfir bikarmeistara Grindvíkinga í Röstinni í kvöld. Það var allt undir hjá Grindvík sem sýndu lífsmark í 1. leikhluta en síðan ekki söguna meir.

Leikurinn fór hægt af stað en Grindvíkingar höfðu þó yfirhöndina framan af. Liðin voru að skora lítið og hitta afar illa. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var aðeins 11-10. Grindvíkingar voru þá með 22% skotnýtingu og Snæfell 21%

Ef það ætti að draga þennan leik saman í eina setningu væri hún sennilega eitthvað á þessa leið: "Það gekk einfaldlega ekkert upp hjá Grindavík." - Ákveðið ráðleysi virtist einkenna sóknarleikinn og trekk í trekk töpuðu þær boltanum með afleitum sendingum úr erfiðum stöðum. Það segir auðvitað sitthvað um varnarleik Snæfells sem var mjög þéttur í þessum leik. Í hálfleik var staðan orðin 23-34, gestunum í vil og Grindavíkurstúlkur komnar í mjög erfiða stöðu enda fátt í þeirra leik sem gaf vísbendingu um að þær gætu minnkað muninn nægilega til að ná yfirhöndinni. Þá var það líka áhyggjuefni að aðeins 4 leikmenn voru komnir á blað í stigaskori og þar af voru King og Pálína með 19 stig af 23.

Seinni hálfleikur einkenndist af mikilli hörku, pústrum og pirringi en dómarnir sáu þó sjaldan ástæðu til að flauta villur. Grindvíkingar tóku ekki nema 4 víti í leiknum og Snæfell 12. Leikmenn létu þetta augljóslega fara svolítið í taugarnar á sér en engin varð þó pirraðari en Ingi Þór, þjálfari Snæfells, sem tók pirringin út á Petrúnellu Skúladóttur, leikmanni Grindavíkur, þegar hann lét hana heyra það á miðjum vellinum í miðri sókn Grindavíkur. Virkilega ófagmannleg framkoma hjá Inga sem uppskar tiltal frá Rögnvaldi dómara að launum.

Grindvíkingar reyndu af veikum mætti í seinni hálfleik að saxa á forskot gestanna en í hvert skipti sem þær gerðu sig líklega slökktu Snæfellskonur jafnóðum í vonum þeirra. Munurinn á liðunum lá ekki síst í fráköstunum, en Snæfell reif niður 51 meðan Grindavík nældi aðeins í 35. Eftir að María Ben heltist úr lestinni minnkaði hæðin í Grindavíkurliðinu umtalsvert. Oft er hægt að bæta upp fyrir skort á hæð með baráttu en hún var öll Snæfellsmegin í kvöld. Grindavíkurstúlkur virtust vera búnar að missa trúna á verkefninu fljótlega uppúr hálfleik og sigur Snæfells aldrei í mikilli hættu.

Grindvíkingar réðu illa við Kristen McCarthy í leiknum sem gerði nánast það sem hann datt í hug. Hún var vísu ekki að hitta vel en það kom ekki að sök því hún og félagar hennar tóku bara sóknarfráköstin og skutu aftur. Hún endaði með 25 stig og 11 fráköst. Hildur Sig stóð líka fyrir sínu með með 12 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar.

Hjá Grindavík var Pálína ein af fáum leikmönnum með lífsmarki og sýndi á köflum mikla baráttu eins og svo oft áður, en eins og hjá flestum liðsfélögum hennar var hittnin fyrir neðan allar hellur.

Grindavíkurstúlkur hljóta að fara ansi svekktar í sumarfrí og ósáttar við að hafa tapað þessum leik með jafn miklum mun og niðurstaðan varð en eins og ég sagði í upphafi, það gekk einfaldlega ekkert upp hjá þeim í þessum leik.

Tölfræði

Myndasafn 1
Myndasafn 2

Viðtal við Pálínu eftir leik:

Viðtal við Sverri eftir leik:


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!