Viltu taka ţátt í nýsköpun og ţróun í Grindavík?

  • Fréttir
  • 13. apríl 2015

Ýmis uppbygging og þróun á sér nú stað í öflugri atvinnustarfsemi í Grindavík eins og fullvinnsla sjávarafurða, líftækni, haftengd ferðaþjónusta, framleiðsla á snyrtivörum og margt fleira, í anda Auðlindastefnu Grindavíkur. Grindavíkurbær hefur ákveðið að bjóða fyrirtækjum að sækja um styrk til þess að ráða til sín nemendur til að sinna verkefnum sem lúta að nýsköpun og þróun í starfseminni. 

Um er að ræða styrki sem geta orðið allt að 500 þúsund hver. Styrkir geta verið allt að 50% af styrkhæfum kostnaði gegn mótframlagi umsækjanda sem getur verið í formi vinnu.

Umsóknum, með nafni verkefnis og umsækjanda, skal skilað til skrifstofu Grindavíkurbæjar, eða á netffangiðrobert@grindavik.is, í síðasta lagi 30. apríl n.k., merkt „Nýsköpun og þróun í Grindavík".  Í umsókninni skal koma fram hvaða verkefni um er að ræða, hvert sé markmið verkefnisins og fjárhagsáætlun. Verkefnin skulu unnin í Grindavík. Fylgt verður viðmiðum Vaxtarsamnings Suðurnesja við mat á styrkhæfum kostnaði.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun