Gönguferđ um nágrenni Bláa Lónsins á annan í páskum

  • Fréttir
  • 25. mars 2015

Bláa Lónið og Grindavíkurbær bjóða upp á menningar- og sögutengda gönguferð mánudaginn 6. apríl, annan í páskum. Gangan hefst kl. 11.00 við bílastæði Bláa Lónsins og er áætlað að hún taki um 3 klukkustundir. Möguleiki er að fara rúmlega hálfan hring og fá akstur til baka. Leiðin sem farin verður er auðveld yfirferðar og hentar fyrir alla fjölskylduna. 

Gengið verður um mosagróið Illahraun, framhjá Rauðhól, farið með Skipstíg sem er forn þjóðleið. Þá verður gengið austur með norðurhlíðum Þorbjarnarfells og inn á Baðsvelli. Þar er ætlunin að skoða þjófaslóðir og hin gömlu sel Grindvíkinga. Þá verður gengið yfir að svæði Hitaveitu Suðurnesja og endar gangan í Bláa Lóninu. 

Sigrún Jónsdóttir Franklín verður leiðsögumaður í göngunni og mun hún fræða þátttakendur um leiðina með áherslu á náttúru og sögu svæðisins. 

Góður skófatnaður er æskilegur og gott að taka með sér smá nesti. Þátttakendur eru á eigin ábyrgð. Ekkert þátttökugjald er í gönguna og göngugarpar fá sérverð í Bláa Lónið að henni lokinni.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir