Ţjónustukönnun gerđ í fyrsta sinn

  • Fréttir
  • 25. mars 2015

Grindavíkurbær tók í fyrsta skipti þátt í þjónustukönnun Capacent Gallup þar sem könnuð er ánægja með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins. Könnunin fór fram 21. okt. til 17. des. 2014. Fjöldi svaraenda í Grindavík var 156 sem er í lægri kantinum og verður túlkun á niðurstöðunum að taka mið af því. Í heildina kemur Grindavík ágætlega út miðað við önnur sveitarfélög. En þar sem þetta er í fyrsta skipti sem Grindavík er með liggur ekki fyrir samanburður á milli ára hjá sveitarfélaginu.

Í könnuninni kemur fram að Grindvíkingar eru ánægðari með þjónustu leikskóla sveitarfélagsins, borið saman við landið. Sömu sögu er að segja með aðstöðu til íþróttaiðkunar og gæði umhverfisins í nágrenni við heimilið. Bæjarbúar eru ánægðir með hvernig menn- ingarmálum er sinnt miðað við önnur sveitarfélög. Þetta á einnig við um skipulagsmál, hvernig bærinn sinnir barnafjölskyldum, eldri borgurum og fötluðum. 

Hins vegar mælist Grindavíkurbær nokkuð undir landsmeðaltali þegar kemur að þjónustu grunnskóla sveitarfélagsins.
Þegar spurt er með ánægju með Grindavík sem stað til að búa á er bærinn á pari við önnur sveitarfélög. Þá er bærinn rétt undir meðaltali þegar kemur að ánægju með þjónustu sveitarfélagsins á heildina litið.

Þegar spurt var hvaða þjónustu bærinn þyrfti helsta að bæta var niðurstaðan þessi:
Þjónustu við eldri borgara 17%
Grunnskólamál 16%
Heilbrigðismál/heilsugæsla 11%
Endurvinnslu/sorphirðumál 11%
Mál fólks með fötlun/sérþarfir 10%
Íþróttir og tómstundir 9%
Umhverfismál 7%
Leikskólamál 6%

(Greinin birtist fyrst í 1. tbl. Járngerðar 2015, fréttabréfi Grindavíkurbæjar)


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir