Fćreysk menning heillar

  • Fréttir
  • 23. mars 2015

Það var húsfyllir í Kvikunni í gær þegar þar var kynning á færeyskri menningu á vegum Norræna félagsins í Grindavíkur, í tilefni Norræna dagsins á Íslandi og Menningarviku í Grindavík. Er greinilegt að Grindvíkingar hafa mikinn áhuga á Færeyjum enda verið ýmis tengsl þar í gegnum tíðina, ekki síst í gegnum Norræna félagið í Grindavík. 

Fríða Egilsdóttir formaður Norrænu deildarinnar var kynnir. Færeyingurinn Eydna Fossádal sem hefur búið í Grindavík í mörg ár kynnti sögu Færeyja og menningu.  Bjarni Ólason, betur þekktur sem Bibbinn, sagði frá dvöl fjölskyldunnar í Færeyjum sumarið 1986 þegar hann var markvörður (verja) í liði VB. Færeyski tónlistarmaðurinn Jógvan Hansen söng færeysk lög og að lokum var öllum stólum ýtt til hliðar og gestir stigu færeyskum dans. Var þetta afar ánægjulegur og skemmtilegur viðburður í lok Menningarviku og gaman að sjá hversu vel var mætt.

Jógvan Hansen heillaði áhorfendur með fallegum söng.

Þétt setinn bekkurinn á færeyskum degi.

Eydna Fossádal kynnti færeyska menningu og sögu landsins.

Fríða Egilsdóttir formaður Norræna félagsins í Grindavík var kynnir.

Bjarni Óla var á léttu nótunum þegar hann rifjaði upp fótboltaferil sinn í Færeyjum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál