Hönnun á heimaslóđ, fréttaskot úr fortíđinni og Opiđ hús í Iđu

  • Fréttir
  • 19. mars 2015

Rétt er að vekja athygli á nokkrum áhugaverðum viðburðum í dag og kvöld í Menningarvikunni. Opið hús verður í öllum stofnunum Iðunnar frá kl. 10-14. Bíómyndin Salka Valka verður sýnd í Miðgarði.  Þá verður kynning á hönnun á heimaslóð í Kvikunni kl. 18:00 og í Hópsskóla kl. 20:00 verður fréttaskot úr fortíðinni og Krónika verður á Bryggjunni ásamt skötuveislu. Þá verður fjör í verslunarmiðstöðinni fram eftir kvöldi. Hér má sjá nánar: 

Kl. 10:00-14:00 Iðan. Opið hús verður í öllum stofnunum Iðunnar (grunnskóli, bókasafn, tónlistarskóli og Þruman). Boðið verður upp á tónlist, söng, upplestur og kynningar. Verkefni nemenda verða til sýnis m.a. verður vígsla vegglista-verks 10. L í stofu 227. Kennsla verður með hefðbundnu sniði, kennslustofur verða opnar og allir eru velkomnir í heimsókn.

Kl. 11:30 Grunnskólinn. Fjölmenningarlegur matseðill á vegum Skólamats.

Kl. 13:00-16:00 Flagghúsið. Sýning á handunnum, prjónuðum, hekluðum og bútasaumuðum teppum.

Kl. 13:30-17:00 Grindavíkurkirkja. Starf eldri borgara.

Kl. 13:00 Miðgarður. Kvikmyndasýning á vegum Minja- og sögufélagsins. Sýnd verður bíómyndin Salka Valka sem tekin var að mestu upp í Grindavík. Myndin var frumsýnd 1954 og er byggð á samnefndu skáldverki íslenska nóbelsskáldsins Halldórs Laxness. Myndin fjallar um lífsbaráttuna í íslensku
sjávarplássi, þar sem lífið er saltfiskur.

Kl. 17:00. Bíósýning í sal Iðunnar. Sýnd verður heimildamyndin Fiskur undir steini sem tekin var upp í Grindavík 1974 og vakti mikla athygli og deilur á sínum tíma.

Kl. 17:00 Kaffihúsið Bryggjan. Aðalgeir Jóhannsson les söguna „Í GRINDAVÍK 14. MARZ 1926". Sunnudagurinn 14. mars árið 1926 hefur orðið mörgum Grindvíkingum minnisstæður vegna þeirra atburða sem áttu sér stað þennan dag. Einar Kr. Einarsson er hafður fyrir þessari sögu. Heimildarmenn hans voru Guðmundur Kristjánsson frá Lundi og Lárus Jónsson í Bræðraborg.

Kl. 18:00-19:00 Grindavíkurkirkja. Níu til tólf ára starf.

Kl. 20:00 21:00 Grindavíkurkirkja. Unglingastarf.

Kl. 18:00 Kaffihúsið Bryggjan. Kútmagar, siginn fiskur og skata á boðstólum. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir fram eftir kvöldi.

Kl. 18:00 Kvikan. Hönnun á heimaslóð. Grindvíkingarnir Ólöf Helga Pálsdóttir Woods nemi í fatahönnun og Rósa Dögg Þorsteinsdóttir ljósameistari segja frá hönnun sinni, hugmyndavinnunni og vinnsluferlinu allt til lokaafurðar.
Ólöf Helga hefur lært fatahönnun í Los Angeles og hefur hönnun hennar vakið athygli. Hún deilir hugmyndum sínum og hönnun með gestum. Eiginmaður hennar, auglýsingahönnuðurinn Nicholas Woods hefur hannað auðkennismerki Ólafar Helgu, hann hefur jafnframt séð um hönnun í kringum teiknimyndir og segir einnig frá sinni vinnu.
Rósa Dögg er lærður ljósameistari og vinnur við að hanna lýsingu við ýmis konar verkefni eins og varðandi bleika borðann, ráðhúslýsingar og fyrir Bláa Lónið.
Umsjón: Halla Kristín Sveinsdóttir.

Opið til kl. 21:00 í verslunarmiðstöðinni. Lyfja, Palóma og Betra hár með ýmis tilboð í gangi. Líf og fjör og léttar veitingar.

Kl. 20:00-21:30 Hópsskóli. Fréttaskot úr fortíðinni. Viðar Oddgeirsson hefur starfað hjá RÚV síðan 1986. Hann hefur safnað eldra sjónvarpsefni frá Grindavík sem birst hefur í fréttum RÚV. Hér sýnir hann bæði áður birt og óbirt sjónvarpsefni frá Grindavík frá árunum 1990 til 2000. Þar má nefna myndir frá brunanum í Þorbirni 1992, flóð í höfninni, afhjúpun styttu af Sigvalda Kaldalóns, frá frægum knattspyrnuleik Grindavíkur og Breiðabliks 1999 og ýmislegt fleira skemmtilegt efni. Einnig verður rætt um varðveislu eldra hreyfiefnis og þá sérstaklega efnis fyrir daga íslensks sjónvarps. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Kl. 21:00 Kaffihúsið Bryggjan. Grindvísk Krónika.
Aðalgeir Jóhannsson fær til sín góða gesti sem taka lagið og segja sögur.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun