Húsfyllir í stórskemmtilegri söngveislu

  • Fréttir
  • 19. mars 2015

Það var sannkölluð söngveisla í Grindavíkurkirkju í gærkvöldi þegar fimm sönghópar og kórar tróðu upp og fylltu kirkjuna af söng og fjöri. Vísiskórinn undir stjórn Margrétar Pálsdóttur sló takinn með gleði sinni og fjölmenningu og söng lög á nokkrum tungumálum og kom tónleikagestum í hörku stuð.  

Þá var komið að Karlakór Grindavíkur undir stjórn Renötu Iván sem tók fjögur lög, síðast tók kórinn Á Sprengisandi og kirkjan var öll á iði. Þá var komið að Kór Grindavíkurkirkju undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar sem flutti m.a. ítalskt lag af stakri prýði og fagmennsku en kórinn fer á ítalskar slóðir í sumar. 

Eftir hlé var tók við léttsveitin Guðjón og þar var heldur betur hæfileikaríkt fólk frá Grindavík á ferð ásamt stjórnanda kórs Grindavíkurkirkju. Þau tóku m.a. þetta sálma eins og Joshua Fought the Battle of Jericho og hrifu alla með sér.

Að síðustu steig Sönghópur Suðurnesja á stokk en í hópnum eru m.a. nokkrir Grindvíkingar. Stjórnandi er hinn landsþekkti tónlistarmaður Magnús Kjartansson. Sönghópurinn tók skemmtileg lög, m.a. eftir Þóri Baldursson, Gunnar Þórðarson og Magnús sjálfan og sló botninn í frábæra kvöldstund.

Myndir: Eyjólfur Vilbergsson.

Efsta mynd: Sönghópur Suðurnesja, fremst er Magnús Kjartansson stjórnandi.

Vísiskórinn kom heldur betur stuði í mannskapinn.

Léttsveit Guðjóns hefur ekki komið fram opinberlega áður og sló í gegn.

Kór Grindavíkurkirkju er ótrúlega faglegur og flottur undir stjórn Bjarts Loga.

Karlakór Grindavíkur fyllti kirkjuna af krafti og karlmennsku.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir