Skemmtileg setningarhátíđ Menningaviku

  • Fréttir
  • 17. mars 2015

Setning Menningaviku 2015 fór fram í Grindavíkurkirkju síðasta laugardag við hátíðlega athöfn. Dagskráin var stórskemmtileg þar sem tónlistin var í öndvegi. Einnig voru afhent Menningarverðlaun Grindavíkurbæjar, nemendur sýndu dans og þá voru haldiln ávörp.

Setningarhátíðin tókst ljómandi vel og var gaman að sjá hversu vel mætt var í kirkjuna.

Að lokinni setningarathöfninni var svo farið yfir í samkomusal í nýju íþróttamannvirki þar sem sem boðið var upp á fjölþjóðlegt veisluborð. Gaman var að sjá prúðbúna gesti frá Póllandi, Tælandi, Filippseyjum og Serbíu.

Efsta mynd: Margrét stjórnandi Vísiskórsins.

Karlakór Grindavíkur undir stjórn Renötu Ivan opnaði setningarathöfnina með laginu Grindvíkingur. 

Hinn fjölþjóðlegi Vísiskór undir stjórn Margrétar Pálsdóttur fyllti kirkjuna af gleði og fjöri.

Gaman var að sjá hversu vel var mætt á setninguna.

Kristín María Birgisdóttir formaður bæjarráðs fullti ávarp.

Harpa Pálsdóttir fékk Menningaverðlaun Grindavíkur 2015. Nánar er fjallað um það í annarri frétt (sjá hér)

Inga Rún Svansdóttir og Jenný Geirdal Kjartansdóttir nemendur tónlistarskólans léku á trompet lagið Mér um hug og hjarta nú.

Sænska tónlistarfólkið Alicia Carlestam söngkona og Peter Ekberg gítarleikari komu frá Piteå, vinabæ Grindavíkur. Þau tóku nokkur lög við mikla hrifningu áhorfenda.

Lovísa Hilmarsdóttir formaður frístunda- og menningarnefndar ávarpaði samkomuna.

Telma Sif Reynisdóttir lék á þverflautu 1. kafla úr sónötu í b-dúr eftir Beethoven. Renata Iva lék undir á píanó.

Áhorfendur stóðu á fætur til að hylla Hörpu Pálsdóttur.

Menningarvikan í ár er með fjölmenningarlegum blæ. Þessar glæsilegu konur frá Tælandi settu sannarlega skemmtilegan svip á setningarhátíðina.

Þjóðarréttirnir frá löndunum fjórum slógu í gegn.

Glæsilegur hópur sem kom að undirbúningi setningarhátíðarinnar. Þau eru frá Póllandi, Serbíu, Filippseyjum og Tælandi.

Við setningu Menningarvikunnar í kirkjunni.

Réttirnir voru hver öðrum betri.

Dijana Una Jankovic tók sig vel út í serbneskum búningi.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun