Harpa fékk Menningarverđlaunin 2015

  • Fréttir
  • 17. mars 2015

Harpa Pálsdóttir danskennari fékk Mennningarverðlaun Grindavíkurbæjar 2015 afhent við hátíðlega athöfn við setningu Menningarviku í Grindavík síðasta laugardag. Harpa hefur með þrautseigju staðið fyrir danskennslu hér í Grindavík hartnær fjóra áratugi.

Menningarverðlaunin sem Harpa fær, eru veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar. Hlutverk verðlaunanna er einnig að vera almenn hvatning til eflingar menningar- og listastarfs í sveitarfélaginu.

Harpa Pálsdóttir hefur kennt Grindvíkingum að dansa í rúm 40 ár. Harpa er ættuð frá Siglufirði en uppalinn í Reykjavík í átta systkina hópi. Það má segja að dansinn sé eitthvað sem fjölskyldan hefur í blóðinu en allar þrjár systur Hörpu eru menntaðar danskennarar. Sjálf útskrifaðist Harpa úr Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar, hálfbróður síns, árið 1974 og hefur kennt dans um allt land allar götur síðan. 
Þrátt fyrir að búa í Reykjavík sóttist Harpa eftir því að kenna úti á landi og kenndi ekki bara hér í Grindavík heldur einnig á Akureyri, Vestmannaeyjum og víðar. 1982 flutti hún svo til Grindavíkur. Dætur Hörpu hafa svo fengið dansinn með móðurmjólkinni og bæði kennt og keppt í dansi og í dag er elsta dóttirin, Erla Rut, að kenna með móður sinni. 

Eftirtaldir hafa fengið Menningarverðlaun Grindavíkurbæjar:
2010 - Saltfisksetur Íslands í Grindavík og Ómar Smári Ármannsson fyrir örnefna- og minjakort.
2011 - Aðalgeir og Kristinn Jóhannssyni fyrir öflugt menningarlíf á kaffihúsinu Bryggjunni.
2012 - Þorbjörn hf. fyrir mina- myndasýningu fyrirtækisins.
2013 - Einar Lárusson fyrir framlag til menningarmála.
Árið 2014 var Halldór Lárusson Bæjarlistamaður Grindavíkur.
Fyrirkomulagið er því þannig núna að veitt eru menningarverðlaun og Bæjarlistamaður ársins til skiptis.
2015 -Harpa Pálsdóttir

Kristín María Birgisdóttir formaður bæjarráðs afhendir Hörpu verðlaunagripinn sem listamaðurinn Anna Sigríður Sigurjónsdóttir gerði.

Hörpu var sannarlega komið á óvart þegar nemendur hennar í dansi í 3. M dönsuðu Grease af stakri snilld og innlifun.

Einbeitingin skín úr andlitinu.

Lovísa H. Larsen formaður frístunda- og menningarnefndar afhendir Hörpu blóm.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!