Menningarvika í Iđunni

  • Bókasafnsfréttir
  • 16. mars 2015

Grunnskóli - Tónlistarskóli - Bókasafn - Þruman
Í Menningarvikunni munu stofnanir Iðunnar fást við margskonar verkefni, sem m.a. eru tengd fjölmenningu.

Á bókasafninu verður Pálmar Guðmundsson grunnskólakennari og frístundamálari með málverkasýningu. Einnig verða á bókasafninu handavinnusýning nokkurra kvenna auk þess sem handverksfélagið Greip sýnir muni sem félagar hafa unnið.
Sunnudaginn 22.mars, kl. 14:00 mun Fjölmenningarráð Grindavíkur kynna fjóra þekkta rithöfunda frá Póllandi, Serbíu, Tælandi og Filippseyjum, einn frá hverri þjóð - tveir þeirra hafa hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels.
Jafnframt verður íslenska Nóbelsskáldið Halldór Laxness kynnt.
Dagskráin fer fram á íslensku.

Opið hús verður í öllum stofnunum Iðunnar fimmtudaginn 19.mars kl. 10:00 - 14:00. 
Boðið verður upp á tónlist og upplestur auk þess sem hægt verður að reyna sig við raf-tónsmíðar.
Verkefni nemenda verða til sýnis m.a. verður vígsla vegglistaverks 10.L í stofu 227. 
Kennsla verður með hefðbundnu sniði, kennslustofur verða opnar og allir eru velkomnir í heimsókn.
Bíósýning verður á sal Grunnskólans kl. 17:00. Sýnd verður myndin Fiskur undir steini.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!