Sćnsk-íslenskir tónleikar í Menningarviku

  • Fréttir
  • 11. mars 2015

Næsta mánudag kl. 20:30 verða sænsk-íslenskir stórtónleikar í sal Tónlistarskólans á 2. hæð í Iðu í Menningarviku. Sænski gítarleikarinn Peter O Ekberg heldur tónleika ásamt sænsku söngkonunni Alicia Carlestam. Þeim til aðstoðar verða bassaleikarinn Ingi Björn Ingason, píanóleikarinn Pálmi Sigurhjartarson og trommuleikarinn og bæjarlistamaðurinn Halldór Lárusson. Hér er þvílíkt stórskotalið á ferð.  

Peter O Ekberg hefur unnið með ótal listamönnum í Svíþjóð og Bandaríkjunum og starfaði um árabil hjá Warner útgáfunni sem listamaður og upptökustjóri. Hann er eftirsóttur gítarleikari sem hefur m.a. talsvert í blústónlist. Halldór bæjarlistamaður segist hafa unnið með mörgum færum gítarleikurum en Peter sé klárlega í allra fremstu röð.

Söngkonan Alicia Carlestam er 23ja ára og er nemandi við tónlitarháskólann í Piteå en hún leikur einnig á munnhörpu. Hún þykir ein efnilegasta söngkona Svíþjóðar.

Ókeypis aðgangur.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir