Fundargerđ 450

  • Bćjarstjórn
  • 25. febrúar 2015

450. fundur Bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 24. febrúar 2015 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson Bæjarfulltrúi, Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm Bæjarfulltrúi, Guðmundur L. Pálsson Bæjarfulltrúi, Kristín María Birgisdóttir Bæjarfulltrúi, Marta Sigurðardóttir Bæjarfulltrúi, Þórunn Svava Róbertsdóttir varamaður, Ágústa Inga Sigurgeirsdóttir varamaður, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Forseti leitar heimildar til að taka á dagskrá mál með afbrigðum

1502296 Reglur um fjárstyrk vegna lögmannskostnaðar í barnaverndarmálum

Samþykkt samhljóða

Í upphafi fundar bauð forseti Ágústu Ingu velkomna á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.

Dagskrá:

1. 1501233 - Gamli bærinn: deiliskipulag
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, Marta, Guðmundur og Bryndís.

Skipulagsnefnd hefur fjallað um tillögu að deiliskipulagi gamla bæjarins í Grindavík. Tillagan er unnin af verkfræðistofunni Eflu dagsett 19.1.2015. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði forkynnt skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Lagt er til að fresta málinu til næsta fundar bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.

2. 1501178 - Samþykkt um embættisafgreiðslur byggingafulltrúa
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María og Bryndís

Skipulagsnefnd hefur fjallað um tillögu að Samþykkt um embættisafgreiðslur byggingafulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að samþykktin verði staðfest.

Bæjarstjórn samþykkir samþykktina samhljóða.

3. 1501154 - Samþykkt um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, Guðmundur, bæjarstjóri, Marta og Bryndís

Skipulagsnefnd hefur fjallað um tillögu að Samþykkt um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að samþykktin verði staðfest.

Lagt er til að vísa samþykktinni til frekari umfjöllunar í bæjarráði.
Samþykkt samhljóða

4. 1502070 - Svæðisskipulag Suðurnesja: Endurskoðun
Til máls tóku: Kristín María, bæjarstjóri og Bryndís

Skipulagsnefnd leggur til að vatnsverndarsvæði verði endurskoðuð með það að leiðarljósi að auka vatnsöryggi á Suðurnesjum.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

5. 1502001 - Skipulagsnefnd: Samþykkt
Til máls tóku: Kristín María og Marta

Skipulagsnefnd hefur fjallað um tillögu að breytingu á samþykkt um skipulagsnefnd og leggur til við bæjarstjórn að samþykktin verði staðfest. Breytingarnar eru til komnar vegna breytinga á verkaskiptingu í kjölfar stofnunar umhverfis-og ferðamálanefndar.

Lagt er til að vísa samþykktinni til frekari umfjöllunar í bæjarráði.
Samþykkt samhljóða

6. 1501001 - Stefnumótunarvinna um íþróttamál í Grindavík
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og Lovísa Larsen, formaður frístunda- og menningarnefndar, sátu fundinn undir þessum lið og svöruðu þau fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, Bryndís, Guðmundur, Marta, bæjarstjóri, Hjálmar og Ágústa

Tillaga frístunda- og menningarnefndar að stefnumótun um íþróttamál lögð fram. Bæjarráð vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar með áorðnum breytingum og fól sviðsstjóra að kynna tillöguna fyrir aðilum stefnumótunarinnar. Umsögn barst frá körfuknattleiksdeild og knattspyrnudeild UMFG.

Tillaga
Lagt er til að fresta afgreiðslu til næsta bæjarstjórnarfundar.
Tillagan er felld með 4 atkvæðum Bryndísar, Ágústu, Mörtu og Kristínar Maríu. Hjálmar, Guðmundur og Þórunn greiddu atkvæði með tillögunni.

Tillaga um stefnumótun um íþróttamál er samþykkt með 4 atkvæðum, Þórunn, Guðmundur og Hjálmar sitja hjá.

Bókun
Fulltrúar D lista telja rétt að bíða með að samþykkja afgreiðslu íþróttastefnu Grindavíkur fram yfir fund stjórnar UMFG sem haldin er seinna í kvöld.
Fulltrúar D lista

7. 1501054 - Kaupsamningur um spildu úr landi Húsatófta. Verðmat
Allir tóku til máls.

Matsgjörð óháðra matsmanna vegna 70,35 ha spildu úr landi Húsatófta í Grindavík, landnr. 221801 lögð fram. Niðurstaða matsmanna er sú að fyrir 70,35 ha skuli greiða 120.000.000 krónur en verðkrafa ríkisins var allt að 5.203.000.000 krónur. Grindavíkurbær hefur skuldbundið sig að kaupa 15 ha af þessu verði hlutfallslega sem gerir 25,6 milljónir króna. Grindavíkurbær hefur forkaupsrétt að hinum hlutanum.

Bæjarráð og ríkissjóður hafa samþykkt að una matsgjörðinni.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða ákvörðun bæjarráð um að una matsgjörðinni.

8. 1502029 - Knattspyrnudeild UMFG: Framhald umsýslu vegna seinkunar á íþróttamannvirki
Til máls tók: Kristín María

Bæjarráð hefur samþykkt tillögu sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs um framlengingu á verktökusamningi knattspyrnudeildar UMFG og Grindavíkurbæjar um umsýslu á Gula húsinu, búningsklefum, salernisaðstöðu við Hópið o.fl. til loka mars 2015.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki að fjárhæð 900.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann.

9. 1501248 - Aukið stöðugildi: Stuðningur á deild vegna fötlunar
Allir tóku til máls.

Bæjarráð hefur samþykkt tillögu félags-og fræðslusviðs um að ráða stuðningsfulltrúa í 50% hlutastarf vegna fatlaðs barns á leikskóla.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2015 að fjárhæð 1.875.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann.

10. 1502296 - Reglur um fjárstyrk vegna lögmannskostnaðar í barnaverndarmálum
Til máls tóku: Kristín María, Guðmundur og Bryndís

Bæjarstjórn frestar afgreiðslu og vísar reglunum til frekari vinnslu í bæjarráði.

11. 1502278 - Fundargerð: 456. fundur stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja
Til máls tók: Kristín María

Fundargerðin er lögð fram.

12. 1502001F - Bæjarráð Grindavíkur - 1371
Til máls tóku: Kristín María, Marta, Bryndís, bæjarstjóri og Guðmundur

Fundargerðin er lögð fram.

13. 1502003F - Bæjarráð Grindavíkur - 1372
Til máls tók: Kristín María

Fundargerðin er lögð fram.

14. 1502007F - Bæjarráð Grindavíkur - 1373
Til máls tóku: Kristín María, Marta, bæjarstjóri, Bryndís, Guðmundur, Þórunn, Hjálmar og Ágústa

Fundargerðin er lögð fram.

15. 1501008F - Fræðslunefnd - 35
Til máls tók: Kristín María

Fundargerðin er lögð fram.

16. 1502008F - Fræðslunefnd - 36
Til máls tók: Kristín María

Fundargerðin er lögð fram.

17. 1501007F - Frístunda- og menningarnefnd - 39
Til máls tóku: Kristín María, Bryndís, bæjarstjóri og Þórunn

Fundargerðin er lögð fram.

18. 1502006F - Frístunda- og menningarnefnd - 40
Til máls tóku: Kristín María, Bryndís, Guðmundur og Hjálmar

Fundargerðin er lögð fram.

19. 1501011F - Félagsmálanefnd - 49
Til máls tók: Kristín María

Fundargerðin er lögð fram.

20. 1502005F - Félagsmálanefnd - 50
Til máls tók: Kristín María

Fundargerðin er lögð fram.

21. 1502002F - Hafnarstjórn Grindavíkur - 432
Til máls tóku: Kristín María, Bryndís, bæjarstjóri, Guðmundur og Hjálmar

Fundargerðin er lögð fram.

22. 1501009F - Skipulagsnefnd - 50
Til máls tóku: Kristín María, Guðmundur og bæjarstjóri

Fundargerðin er lögð fram.

23. 1501006F - Umhverfis- og ferðamálanefnd - 1
Til máls tók: Kristín María

Fundargerðin er lögð fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:20.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135