Skemmtileg söngkeppni - Miklir hćfileikar

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 8. febrúar 2015

Frábær stemmning var í undankeppni söngkeppnis Samfés og Kragans sem haldin var í Grunnskóla Grindavíkur á föstudagskvöldið á vegum félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar. Ellefu atriði frá átta félagsmiðstöðvum á Suðurnesjum, Garðabæ, Álftanesi og Mosfellsbæ börðust um fjögur sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Laugardalshöllinni í næsta mánuði.

Vel á þriðja hundrað ungmenni mættu á söngkeppnina. Að henni lokinni var svo haldið ball þar sem DJ Sveppz lék fyrir dansi.

Valdimar tók lagið og hann sat einnig í dómnefnd ásamt Halldóri Lárussyni og Eurovision keppendunum Einari Ágúst Víðissyni og Daníel Óliver Sveinssyni.

Dómnefndinni var vandi á höndum því atriðin voru hvert öðru betra. Fyrir hönd Þrumunnar söng Inga Bjarney Óladóttir og stóð hún sig með mikilli prýði en komst ekki áfram.

Atriðin fjögur sem komust áfram voru:

  • Selið frá Seltjarnarnesi, Heba Guðrún Guðmundsdóttir og Berta Sóley Sigtryggsdóttir.
  • Fjörheimar úr Reykjanesbæ, Sigríður Eydís Gísladóttir.
  • Bólið í Mosfellsbæ, Anna Thelma Stefánsdóttir og Freyja Gunnarsdóttir.
  • Fjörheimar úr Reykjanesbæ, Jóhanna Ruth Luna Jose.

Á efstu myndinni eru söngvararnir sem komust áfram. Frá vinstri: Jóhanna Rut, Sigríður Eydís, Anna Thelma og Freyja, Heba Guðrún og Berta Sóley.

Inga Bjarney söng lagið Á vængjum englanna.

Dómnefndin og kynnirinn. Frá vinstri; Valdimar, Einar Ágúst, Daníel Óliver, Halldór og Sverrir Ómar (DJ Sveppz).

Jóhanna Ruth Luna Jose frá Fjörheimum vakti mikla athygli fyrir flutning sinn á laginu Girl on fire. Kæmi ekki á óvart ef hún færi mjög langt í úrslitunum í Laugardalshöllinni.

Bríet Eva Sigurðardóttir og Aldís Ósk Mír Snorradóttir frá Elítunni á Álftanesi sungu lag eftir Simon Aldred og Birdy.

Sigríðuir Ósk Hrafnkelsdóttir söng lagið Byrjað að nýju við undirleik Einars Arnar Magnússonar.

Sonja Rut Arnþórsdóttir og Jakob Fjólar Gunnsteinsson ásamt hljómsveit frá Klakanum í Garðabæ tóku lagið All the pretty girls.

Allir í góðum gír í söngkeppninni.

Stemmningin var frábær í salnum.

Daníel Óliver í dómnefndinni hreyfst með og dansaði uppi á borðum.

Dansatriði frá Danskompaníinu þar sem voru m.a. stúlkur frá Þrumunni, vakti mikla athygli.

Danshópurinn frábæri.

Það var stemmning í Græna herberginu þar sem keppendur biðu þess að stíga á svið.

Sigríður Eydís Gísladóttir frá Fjörheimum komst áfram en hún söng lagið Hrátt kjöt.

Heba Guðrún Guðmundsdóttir og Berta Sóley Sigtryggsdóttir frá Selinu á Seltjarnarnesi komust áfram en þær sungu lagið Ó María mig langar heim, í nútímaútsetningu Grétar Mjallar Samúelsdóttur og Pálmars Arnar Guðmundssonar.

Hanna Margrét Jónsdóttir frá Skýjaborg í Sandgerði söng lagið Ho hey.

Anna Thelma Stefánsdóttir frá Bólinu í Mosfellsbæ söng lagið People help the People. Freyja Gunnarsdóttir lék á píanó.

Ísak Daði Ingvason frá Fjörheimum í Reykjanesbæ söng lagið When I was your man.

DJ Sveppz var bæði kynnir og DJ kvöldsins og fórst það vel úr hendi.

Valdimar tók lagið fyrir gesti.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!