Skrifađ undir afrekssamninga viđ 3. flokk karla og kvenna

  • Fréttir
  • 22. janúar 2015

Það var stór stund þegar 3. flokkar karla og kvenna og knattspyrnudeild Grindavíkur skrifuðu undir afrekssamninga við hátíðlega athöfn í sal Grunnskóla Grindavíkur. Byrjað var á því að fara aðeins yfir þetta stóra verkefni áður en iðkendur, foreldri/forráðamaður komu hver á fætur öðrum og skrifuðu undir. Fyrir hönd knattspyrnudeildar skrifuðu þeir Jónas Þórhallsson formaður og Grétar Valur Schmidt formaður unglingaráðs. Knattspyrnudeild Grindavíkur væntir mikils af þessu samstarfi og hlakkar mikið til að byrja að vinna með þessum frábæra hóp.  

Þessa dagana er óvenju mikið í gangi því afrekssamningurinn er ekki það eina sem full vinna er við heldur erum við að setja á laggirnar Knattspyrnuskóla Grindavíkur og Lýsis. 

Þetta er helgarnámskeið og höfum við fengið frábæran hóp með okkur í þetta. Við ætlum að fá m.a A-landsliðsþjálfara karla og kvenna til að fara yfir miklvægustu þætti knattspyrnunar í formi æfinga og fyrirlestra. 

Við erum með 150 sæti laus í þennan skóla og nú þegar eru komnar um 100 skráningar. Mikið af skráningum hafa komið af Suðurnesjum á meðan okkar iðkendur eru rólegri. Við hvetjum þá sem hafa hug á því að vera með í þessu metnaðarfulla verkefni knattspyrndeildar að skrá sig sem fyrst því við höfum ekki pláss fyrir fleiri en 150 iðkendur.

Myndir: Frá undirskriftinni. Glæsileg ungmenni.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir