Fundur nr.13

  • Ungmennaráđ
  • 13. janúar 2015

null

UNGMENNARÁÐ - Fundur nr. 13.

Fundur haldinn 12. janúar 2015 kl. 20:00 að Arnarhrauni 17.

Mættir:
• Nökkvi Harðarson
• Elsa Katrín Eiríksdóttir
• Karín Óla Eiríksdóttir
• Nökkvi Nökkvason
• Katrín Lóa Sigurðardóttir
• Lárus Guðmundsson, formaður.
• Ólafur Þór Unnarsson
• Þórveig Hulda Frímannsdóttir
• Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri
• Jóhann Árni Ólafsson, frístundaleiðbeinandi

1. Grindavíkur-App
Sigurpáll Jóhannsson forritari segist á lokasprettinum með að klára appið.

2. Hugmyndavinna varðandi Ungmennagarð
Ýmsar hugmyndir ræddar um staðsetningu en líklega er grunnskólinn við Ásabraut besti staðurinn, annað hvort vestan eða austan meginn. Sviðsstjóri fer yfir málið með skólastjórnendum. Farið verður í skoðunarferð í 88 húsið og garðinn í Reykjanesbæ um leið og snjóa leysir. Meðal hugmynda sem komu fram sem gæti verið í garðinum: Timburskýli með grilli, strand- eða tennisvöllur, uppblásin dýna eða trampólín, minigolf, bílar, hoppukastalar, aparóla og hugsanlega hreystitæki og þráðlaust net. Auglýst verður eftir hugmyndum á Þrumuveggnum á Facebook.

2. Æskulýðsvettvangurinn
Upplýsingar um verkefnið "Komdu þínu á framfæri" sem Æskulýðsvettvangurinn (ÆV), samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar fór af stað með haustið 2014, lagt fram. Verkefnið er styrkt af Evrópu unga fólksins.
Markmið og tilgangur verkefnisins er að skapa umræðuvettvang fyrir ungmenni þar sem þau geta látið í sér heyra og komið skoðunum sínum á framfæri við þá sem bera ábyrgð á menntun, íþrótta- og æskulýðsmálum og listum og menningu. Mikilvægt er að ungmenni upplifi sig og séu virkir þátttakendur í samfélaginu. Með verkefninu er ætlunin að brúa bilið á milli þeirra sem bera ábyrgð á þessum málaflokkum og ungmennanna sjálfra sem starfið er ætlað fyrir.
Fundur verður haldinn í Grindavík 1. febrúar nk. Þeim verður boðið sem bera ábyrgð á menntun, íþrótta- og æskulýðsmálum og listum og menningu, þ.e. bæjarstjórn, frístunda- og menningarnefnd, ungmennaráði, skólastjórum og fulltrúum aðildarfélaga ÆV, bæjarfulltrúum og þingmönnum o.fl.
Mikilvægt að fá góða mætingu á fundinn. Samþykkt að láta KFUM&K í Grindavík, Hafbjörgu og UMFG auglýsa þetta vel hjá sér enda með tengingar við Æskulýðsvettvanginn.

3. Menningarvika
Menningavikan verður 14.-22. mars. Sviðsstjóri óskar eftir hugmyndum frá Ungmennaráði varðandi viðburð fyrir framhaldsskólaaldur.

4. Félagsmiðstöðin Þruman
Nú standa yfir framkvæmdir við Þrumuna þar sem verið er að mála og taka aðstöðuna í gegn. Breytingarnar eru unnar í samvinnu við nemendaráð og jafnframt er óskað eftir hugmyndum frá ungmennaráði.
Opið verður fyrir 16-19 ára í félagsmiðstöðinni Þrumunni á fimmtudagskvöldum frá og með næstu viku, þ.e. ef framkvæmdum er lokið þá. Verður það auglýst nánar.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 21.00.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135