Fríđa formađur Norrćna félagsins í Grindavík

  • Fréttir
  • 12. janúar 2015

Norræna félagið í Grindavík var endurvakið á laugardaginn þegar aðalfundur þess fór fram í Kvikunni. Fríða Egilsdóttir var kjörin formaður en með henni í stjórn eru þau Valdís Kristinsdóttir, Halldóra Guðbjörg Sigtryggsdóttir, Eydna Fossádal og Rúna Szmiedówicz. Í varastjórn eru Halldór Lárusson og Kristín Gísladóttir.

Í nýjum lögum félagsins segir m.a. að tilgangur félagsins er að efla norrænt samstarf á öllum sviðum samfélagsins, efla frið og skilning Norðurlandaþjóðanna á milli og þeirra og annarra þjóða út á við.

Norræna félagið í Grindavík var mjög öflugt á sínum tíma. Er mjög ánægjulegt að félagið skuli hafa verið endurvakið til að efla norræn tengsl. Á lok aðalfundurins voru lagðar fram gamlar úrklippumöppur frá heimsóknum félagsins m.a. til Piteå, Rovaniemi og Færeyja og má sjá nokkrar myndir frá þeim úrklippum hér að neðan.

Efsta mynd. Ný stjórn Norræna félagsins í Grindavík. Frá vinstri: Fríða, Halldóra Guðbjörg, Eydna, Valdís, Kristín og Halldór. Á myndina vantar Rúnu.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir