Fundargerđ nr. 38

  • Frístunda- og menningarnefnd
  • 8. janúar 2015

null

38. fundur Frístunda- og menningarnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 7. janúar 2015 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Sigurður Enoksson aðalmaður, Lovísa H Larsen formaður, Ágústa Inga Sigurgeirsdóttir aðalmaður, Anita Björk Sveinsdóttir aðalmaður, Gunnlaugur Jón Hreinsson áheyrnarfulltrúi UMFG og Þorsteinn Gunnarsson embættismaður.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.

Dagskrá:

1. 1501009 - UMFG: Umsókn um afreksstyrk
Í samræmi við afrekssamning Grindavíkurbæjar og UMFG hefur UMFG lagt fram skýrslur um hvernig afreksstyrknum var varið á síðasta ári. Jafnframt hefur UMFG lagt fram beiðni um endurnýjun á afrekssamningnum til lengri tíma.
Sviðsstjóra og formanni nefndarinnar falið að fara í viðræður við stjórn UMFG um útfærslu á nýjum samningi.

2. 1501001 - Stefnumótunarvinna um íþróttamál í Grindavík
Stýrihópur á vegum frístunda- og menningarnefndar hefur nú lokið við að kynna drög að stefnumótun í íþróttamálum fyrir aðalstjórnum UMFG, GG og Brimfaxa. Jafnframt var óskað eftir formlegri umsögn aðalstjórnanna um íþróttastefnuna í síðasta lagi 16. desember sl. Ein umsögn barst, frá knattspyrnudeild UMFG. Nefndin samþykkir að stýrihópurinn leggi fram uppfærða stefnumótun fyrir næsta fund.

3. 1501010 - Íþróttamannvirki: Uppbygging tengibyggingar og íþróttasalar
Fundargerðir 2 og 3 lagðar fram.

4. 1501002 - Íþróttamaður og íþróttakona ársins 2014
Kjörið tókst vel að þessu sinni og endurspeglar öflugt íþróttalíf í Grindavík. Nefndin samþykkir að endurskoða reglugerðina um kjörið.

5. 1412024 - Beiðni um styrk vegna barnastarfs Grindavíkurkirkju
Bæjarráð óskaði eftir umsögn frístunda- og menningarnefndar. Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.

6. 1412036 - Ungmennafélag Íslands: Umsóknir óskast um að halda Landsmót
Bréfið lagt fram.

7. 1412051 - Ungmennafélag Íslands: Sambandsráðsfundur UMFÍ
Bréfið lagt fram.

8. 1501011 - Frístundastarf Grindavíkurbæjar: Úttekt og stefnumótun
Bókun bæjarstjórnar lögð fram.

9. 1501008 - Æskulýðsvettvangurinn: Umræðuvettvangur fyrir ungmenni í Grindavík
Upplýsingar um verkefnið "Komdu þínu á framfæri" sem Æskulýðsvettvangurinn (ÆV), samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar fór af stað með haustið 2014, lagt fram. Verkefnið er styrkt af Evrópu unga fólksins.
Markmið og tilgangur verkefnisins er að skapa umræðuvettvang fyrir ungmenni þar sem þau geta látið í sér heyra og komið skoðunum sínum á framfæri við þá sem bera ábyrgð á menntun, íþrótta- og æskulýðsmálum og listum og menningu. Mikilvægt er að ungmenni upplifi sig og séu virkir þátttakendur í samfélaginu. Með verkefninu er ætlunin að brúa bilið á milli þeirra sem bera ábyrgð á þessum málaflokkum og ungmennanna sjálfra sem starfið er ætlað fyrir.
Æskulýðsvettvangurinn býður Grindavík að taka þátt með því að halda landsfund í Grindavík 1. febrúar nk. Þeim verður boðið sem bera ábyrgð á menntun, íþrótta- og æskulýðsmálum og listum og menningu, þ.e. bæjarstjórn, frístunda- og menningarnefnd, ungmennaráði, skólastjórum og fulltrúum aðildarfélaga ÆV, bæjarfulltrúum og þingmönnum o.fl.
Nefndin samþykkir að taka þátt í landsfundinum og hann fari fram í Grindavík.

10. 1501003 - Þrettándagleði 2015
Þrettándagleðin í ár tókst mjög vel. Mikil ánægja ríkti með íþróttafjörið áður en formleg dagskrá hófst.

11. 1501006 - Menningarvika: 2015
Verkefnisáætlun vegna Menningarviku 2015 lögð fram. Menningarvikan verður 14.-22. mars. Lögð verður áhersla á að hún verði með fjölþjóðlegu ívafi að þessu sinni og að sett verði á fót fjölmenningarundirbúningshópur til að aðstoða við verkefnið. Samþykkt að auglýsa eftir tilnefningum til Menningarverðlauna 2015.

12. 1501005 - Forstöðumaður bókasafns: Uppsögn
Forstöðumaður bókasafns hefur lagt fram uppsagnarbréf eftir langt og farsælt starf við safnið. Nefndin þakkar Margréti R. Gísladóttur fyrir vel unnin störf. Samþykkt að auglýsa sem fyrst eftir nýjum forstöðumanni.

13. 1501004 - Fundargerðir forvarnarteymis Grindavíkur
Fundargerðin lögð fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.30

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135