Jóla- og áramótaball Geimfaranna 27. desember

  • Menningarfréttir
  • 22. desember 2014

Hið árlega jólaball Geimfaranna verður haldið á Salthúsinu laugardaginn 27. desember næstkomandi. Jólaballið er að verða hluti af jólahátíðinni hér í Grindavík og eru margir sem telja hátíðarnar ekki fullkomnaðar fyrr en þeir komast á ballið með Geimförunum.

Geimfararnir sendu okkur smá fréttatilkynningu og söguágrip sem við látum hér fylgja með, og að sjálfsögðu lofa þeir dúndrandi stuði og stemmingu eins og þeim einum er lagið!

„Grindvíska hljómsveitin Geimfararnir var stofnuð um áramótin 97/98. Þá fékk Árni Björn á Hafurbirninum fékk Almar Þór Sveinsson bassaleikara, til að setja saman hljómsveit til að spila 3 sinnum yfir hátíðirnar. Hljómsveitin hét hinum ymsu nöfnum en á áramótaballinu poppaði Malli upp með nafnið Geimfararnir.

Menn héldu að þar með væri þessu ævintýri lokið en svo skall á verkfall sjómanna í byrjun janúar og spiluðu Geimfarar nokkrar helgar í röð á Hafurbirninum. Þar með var boltinn kominn af stað og sér ekki fyrir endann á því.

Liðsskipan hljómsveitarinnar hefur tekið smá breytingum í gegnum tíðina en í dag eru fastir meðlimir Dagbjartur Willardsson söngvari, Sigurbjörn Daði Dagbjartsson söngvari og gítarleikari, Almar Þór Sveinsson bassaleikari og bræðurnir Tómas á gítar og Jóhann á hljómborð Gunnarssynir.

Einn besti trommari landsins, Egill Rafnsson (Rabbi í Grafík) mun lemja húðir á þessu balli hið minnsta og Íris Buttercup Kristinsdóttir mun koma fram 3. ballið í röð. Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir sem hefur oft troðið upp með bandinu í gegnum tíðina, mun líka taka nokkur lög.

Sumir Grindvíkingar telja þetta ball á meðal jólahefða en þarna koma saman brottfluttir og búsettir Grindvíkingar og gera sér glaðan dag saman. Mikið stuð er alltaf á þessum böllum og ætti enginn að láta þetta fram hjá sér fara.“

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir