Fundur 448

  • Bćjarstjórn
  • 19. desember 2014

448. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 16. desember 2014 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson Bæjarfulltrúi, Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm Bæjarfulltrúi, Kristín María Birgisdóttir Bæjarfulltrúi, Marta Sigurðardóttir Bæjarfulltrúi, Jóna Rut Jónsdóttir Bæjarfulltrúi, Ásrún Helga Kristinsdóttir Bæjarfulltrúi, Þórunn Svava Róbertsdóttir varamaður, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Forseti bauð Þórunni Svövu Róbertsdóttur D-lista velkomna til síns fyrsta bæjarstjórnarfundar.

Dagskrá:

1. 1404004 - Úttekt á frístundastarfi á vegum Grindavíkurbæjar
Þorsteinn Gunnarsson sviðsstjóri frístunda-og menningarsviðs kynnti tillögu frístunda-og menningarnefndar að stefnumörkun í frístundamálum Grindavíkurbæjar.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, Marta, Bryndís, Jóna Rut, Hjálmar, Ásrún, Þórunn og bæjarstjóri

Bæjarstjórn þakkar kærlega fyrir vel unna skýrslu og vísar henni til frekari vinnslu í bæjarráði.

2. 1405085 - Umferðaröryggisáætlun 2014-2017
Þorsteinn Gunnarsson sviðsstjóri frístunda-og menningarsviðs kynnti tillögu að nýrri umferðaröryggisáætlun Grindavíkurbæjar fyrir árin 2014-2017.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, Bryndís, Jóna Rut, Marta, Hjálmar, bæjarstjóri og Ásrún

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagða umferðaröryggisáætlun fyrir árin 2014-2017.

3. 1405105 - Umsókn Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2
Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs fór yfir umsókn Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2, og kynnti greinargerð lögmanna.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, bæjarstjóri og Bryndís

Skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt umsögn Landslaga og leggur til að framkvæmdaleyfið verði samþykkt með þeim skilyrðum sem fram koma í áliti Skipulagsstofnunar frá 17. september 2009, þegar fyrir liggur áhættumat vegna Keflavíkurflugvallar enda samræmist leyfisveitingin niðurstöðu slíks mats. Niðurstaða áhættumats vegna Keflavíkurflugvallar skal kynnt nefndinni þegar það berst.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framkvæmdaleyfið.

4. 1403044 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara, Brú Emerald slhf.
Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María

Lagt fram að nýju erindi frá Brú Emerald ehf. Í erindinu er óskað eftir breytingum á framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara meðfram Suðurstrandavegi 427. Breytingarnar lúta að því að strengurinn fari meðfram Suðurstrandarvegi, norðan vegar um land Ísólfsskála og inn í land Hrauns. Lagðar eru fram tillögur af þremur leiðum um svæðið. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að framkvæmdaleyfi fyrir leið meðfram Suðurstrandavegi verði samþykkt með fyrirvara um leyfi landeiganda og Vegagerðarinnar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og bygginganefndar.

5. 1412009 - Umsókn um byggingarleyfi, fiskeldi Iceaq, áfangi 1.
Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, Hjálmar, bæjarstjóri og Jóna Rut

Matorka ehf. óskar eftir byggingarleyfi fyrir 4 kerjalínum, fóðursílóum og fráveitu. Erindinu fylgja teikningar unnar af Tækniþjónustu SÁ ehf. dagsettar 26.11.2014. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að erindið verði samþykkt með fyrirvara um að sýnt verði fram á að gerð kerjanna standist notkunarálag. Byggingarleyfi verður gefið út af byggingarfulltrúa þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn og lóðarleigusamningur liggur fyrir.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og bygginganefndar.

6. 1409092 - Deiliskipulag fiskeldis á Stað.
Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María og bæjarstjóri

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 30. september að auglýsa skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag á lóð í landi Staðar.
Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Minjastofnun, Hafrannsóknarstofnun, Skipulagsstofnun, MASTog HES.

Skipulags- og umhverfisnefnd hefur falið skipulagsfulltrúa að láta vinna tillögu að deiliskipulagi með hliðsjón af umsögnum.

7. 1411069 - Þjónustugjaldskrár Grindavíkurbæjar 2015
Tillaga að gjaldskrá Slökkviliðs Grindavíkur fyrir árið 2015 lögð fram.

Til máls tók: Kristín María

Bæjarráð hefur samþykkt gjaldskrána og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrána.

8. 1402106 - Lóðarleigusamningur á iðnaðarsvæði i5
Bæjarstjóri kynnti drög að kaupsamningi milli ríkissjóðs og Grindavíkurbæjar á hluta landspildu úr landi jarðarinnar Húsatófta í Grindavík, landnr. 221801. Landspilda sú sem hið selda er tekið úr er 70,35ha. að stærð sem skipulagt er sem iðnaðarsvæði.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, Bryndís og Marta

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að veita bæjarstjóra heimild til undirritunar.

9. 1410052 - Niðurlagning Héraðsnefndar Suðurnesja
Framhald frá fundi 446.
Til máls tóku: Kristín María, bæjarstjóri, Bryndís, Hjálmar og Jóna Rut

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum leggur til að Héraðsnefnd Suðurnesja verði formlega lögð niður, en nefndin hefur ekki haft lögformlegt hlutverk um árabil. Stjórn SSS leggur til að sambandinu verði falið að taka yfir hlutverk Héraðsnefndarinnar.

Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar frestaði afgreiðslu þar til álit lögmanna um það hvaða eignir eða jarðréttindi eru hjá Héraðsnefnd Suðurnesja.
Fyrir fundinum liggur álit Ólafs Björnssonar hrl., unnið fyrir stjórn SSS, um að eignarréttindi Héraðsnefndar Suðurnesja liggi í beittarrétti að jörðinni Krýsuvík og önnur hefðbundin afréttarnot. Megi það einkum ráða af dómi Hæstaréttar í máli 40/1999. Að mati Ólafs eru önnur hlunnindi og réttindi jarðarinnar í eigu annarra.

Tillaga
Grindavíkurbær samþykkir tillögu stjórnar SSS um að Héraðsnefnd Suðurnesja verði lögð niður, en leggur ríka áherslu á að við slitin gæti stjórnin að því að öll eignarréttindi nefndarinnar verði varin. Grindavíkurbær hefur hingað til gætt hagsmuna héraðsnefndarinnar í Krýsuvík. Að mati Grindavíkurbæjar er eðlilegt að eignarréttindi héraðsnefndarinnar innan lögsögumarka Grindavíkurbæjar gangi til Grindavíkurbæjar.
Samþykkt samhljóða

10. 1012071 - Sveitarfélagamörk. Krafa Hafnarfjarðarbæjar, um að Óbyggðanefnd úrskurði um sveitarfélagamörk.
Til máls tóku: Kristín María og bæjarstjóri,

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. S-1/2011 um sveitarfélagamörk til norðausturs var fyrst lagður fram á fundi bæjarráðs 1354 og svo aftur á fundi 1368.

Nefndin hafnaði kröfum Grindavíkur um að mörk sveitarfélagsins næðu til Stóra-Kóngsfells og staðfesti sveitarfélagamörk til norð-austurs í skurðarpunktinum við dæmd norðurmörk Krýsuvíkur.
Lögmenn Grindavíkurbæjar hafa yfirfarið forsendur úrskurðarins og leggja ekki til að málinu verði framhaldið, nema aðrir málsaðilar hyggist gera það. Lögmaður Reykjavíkurborgar hefur tilkynnt að Reykjavíkurborg hafi ákveðið að höfða mál til ógildingar á ákvörðun óbyggðanefndar og að Grindvíkurbær sé meðal hinna stefndu.

Tillaga
Bæjarstjórn felur lögmanni sínum að árita stefnuna og meta forsendur fyrir því hvort Grindavíkurbær skuli taka til varna í málinu og leggja tillögu fyrir bæjarráð.
Samþykkt samhljóða

11. 1211046 - Tjaldsvæði - útboðsgögn
Til máls tók: Kristín María

Tillaga að útboðsgögnum fyrir tjaldsvæði Grindavíkur lögð fram.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að bjóða út rekstur tjaldsvæðisins.

12. 1412011 - Umhverfis-og ferðamálanefnd

Til máls tóku: Kristín María, Bryndís og Marta

Tillaga að erindisbréfi nýrrar Umhverfis-og ferðamálanefndar lagt fram.

Tilnefning nefndarfólks:

Fulltrúar B-lista
Hjörtur Waltersson aðalmaður og Sigurveig Önundardóttir til vara.

Fulltrúar S-lista
Magnús Andri Hjaltason aðalmaður og Sigríður Gunnarsdóttir til vara.

Fulltrúar G-lista
Gunnar M. Baldursson og Aníta Björk Sveinsdóttir. Til vara Kristín María Birgisdóttir og Þórir Sigfússon

Fulltrúar D-lista
Jón Emil Halldórsson og Jóna Rut Jónsdóttir til vara.

Bæjarstjórn skipar Gunnar M. Baldursson formann nefndarinnar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða erindisbréf nefndarinnar og samþykkir jafnframt tillögu að nefndarskipan.

13. 1202010 - Fundargerðir Ungmennaráðs
Til máls tóku: Kristín María, Bryndís

Frístunda- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að ungmennaráð fái áheyrnarfulltrúa í frístunda- og menningarnefndina varðandi þau mál sem snúa að ungmennum. Fulltrúinn hafi málfrelsi og tillögurétt en fái ekki greitt fyrir fundina, líkt og áheyrnarfulltrúi UMFG í nefndinni.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða og felur bæjarráði að gera viðeigandi breytingar erindisbréfinu.

14. 1410074 - Ágóðahlutagreiðsla 2014.
Til máls tók: Kristín María

Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands tilkynnir að hlutdeild Grindavíkurbæjar í Sameignarsjóði EBÍ sé 2,305% og að ágóðahlutagreiðsla ársins sé 1.152.500 kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2014 að fjárhæð 1.152.500 kr. sem komi til hækkunar á handbæru fé.
Samþykkt samhljóða

15. 1411084 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2014 vegna starfsmannamála
Til máls tóku: Kristín María og Marta

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki að fjárhæð 11,8 milljónir króna, vegna ófyrirséðs kostnaðar við starfsmannamál sem komi til lækkunar á handbæru fé.
Samþykkt samhljóða

16. 1411085 - Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2014 vegna deilda innan málaflokksins félagsþjónustu
Til máls tók: Kristín María

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2014 að fjárhæð 27,9 milljónir kr., vegna tveggja deilda í félagsþjónustu, sem sem komi til lækkunar á handbæru fé.
Samþykkt samhljóða

17. 1412007 - Kjarasamningar 2014: Áhrif nýrra samninga á rekstur.
Til máls tóku: Kristín María, Bryndís og Hjálmar, Jóna Rut og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2014 að fjárhæð 38,7 milljónir kr., vegna nýrra kjarasamninga, sem komi til lækkunar á handbæru fé. Fjárhæðir deilast niður á deildir í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað sviðsstjóra.
Samþykkt samhljóða

18. 1412043 - Fundargerð 453. fundar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja
Til máls tók: Kristín María

Fundargerðin er lögð fram.

19. 1412041 - Fundargerð 454. fundar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja
Til máls tók: Kristín María

Fundargerðin er lögð fram.

20. 1412001F - Bæjarráð Grindavíkur - 1367
Til máls tók: Kristín María

Fundargerðin er lögð fram.

21. 1412006F - Bæjarráð Grindavíkur - 1368
Til máls tók: Kristín María

Fundargerðin er lögð fram.

22. 1412008F - Félagsmálanefnd - 47
Til máls tók: Kristín María

Fundargerðin er lögð fram.

23. 1412002F - Fræðslunefnd - 33
Til máls tóku: Kristín María, Þórunn, bæjarstjóri, Marta, Jóna Rut, Bryndís og Ásrún

Fundargerðin er lögð fram.

24. 1412007F - Fræðslunefnd - 34
Til máls tók: Kristín María

Fundargerðin er lögð fram.

25. 1412005F - Hafnarstjórn Grindavíkur - 431
Til máls tók: Kristín María

Fundargerðin er lögð fram.

26. 1410001F - Frístunda- og menningarnefnd - 36
Til máls tók: Kristín María

Fundargerðin er lögð fram.

27. 1411003F - Frístunda- og menningarnefnd - 37
Til máls tóku: Kristín María, Bryndís, Hjálmar og Jóna Rut

Fundargerðin er lögð fram.

28. 1411005F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 48
Til máls tók: Kristín María

Fundargerðin er lögð fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:45.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135