Strćtó byrjar ađ keyra til Grindavíkur á nýju ári

  • Fréttir
  • 12. desember 2014

Eftir langa bið hafa loksins náðst samningar við Strætó bs. um akstur og áætlunarferðir til Suðurnesja. Grindvíkingar sem þurfa að sækja þjónustu, nám eða vinnu til höfuðborgarsvæðisins hljóta að fagna þessu framtaki en ný áætlun tekur gildi 4. janúar 2015. Sjá nánar í fréttatilkynningu frá Strætó:

,,Frá og með 4. janúar 2015 mun Strætó hefja akstur á milli þéttbýliskjarna á Suðurnesjum ásamt akstri til og frá höfuðborgarsvæðisins. Vagnarnir munu keyra til Reykjanesbæjar, Vogaafleggjara, Grindavíkur, Garðs, Sandgerðis og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Hægt er að kynna sér tímaáætlanir fyrir allar leiðir á strætó.is

Farmiðar verða seldir á völdum stöðum í þéttbýliskjörnum á svæðinu. Einnig er hægt að greiða með debet- eða kreditkorti í vögnunum sjálfum. Á strætó.is (undir gjaldskrá) er reiknivél sem hjálpar farþegum að finna út fjölda gjaldsvæða og reiknar út verð miðað við mismunandi greiðsluleiðir. Mismunandi gjaldsvæði eru á Suðurnesjum en sem dæmi má nefna eru 4 gjaldsvæði á milli Reykjavíkur og Reykjanesbæjar og kostar farið því 1400 kr.

Markmið þjónustunnar er að bæta samgöngur íbúa á Suðurnesjum, bæði við höfuðborgarsvæðið og innan Suðurnesja.
Nánari upplýsingar er hægt að finna á www.strætó.is eða hjá þjónustuveri Strætó í síma 540 2700."

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir