Opiđ mót á Húsatóftavelli um helgina

  • Íţróttafréttir
  • 20. nóvember 2014

Golfklúbbur Grindavíkur stendur fyrir opnu móti á Húsatóftavelli laugardaginn 22. nóvember næstkomandi. Leikið verður inn á sumarflatir af hefðbundum teigum vallarins. Um er að ræða frábært tækifæri til að leika golf við fínustu aðstæður í nóvember á Íslandi en völlurinn er enn í frábæru ásigkomulagi þrátt fyrir að vetur konungur sé farinn að banka á dyrnar. Flatirnar eru enn frábærar líkt og í sumar.

„Þeir kylfingar sem léku á Húsatóftavelli um síðustu helgi voru mjög ánægðir með gæði vallarins," segir Jón Júlíus Karlsson, ritari stjórnar Golfklúbbs Grindavíkur. „Einn helsti kostur Húsatóftavallar er hversu vel honum tekst að skila frá sér vatni og því er bleyta ekki vandamál. Ef veður verður áfram milt þá verður hægt að leika golf á Húsatóftavelli fram eftir vetri. Við Grindvíkingar erum bjartsýnir."

Mótið á laugardag er opið punktamót þar sem veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin. Veitt verða verðlaun fyrir besta skor í höggleik án forgjafar. Nándarverðlaun á 7. og 18. braut. Þátttökugjald er 3.500 kr.- og fylgir rjúkandi heitur kaffibolli með.

Verðlaun:
1. sæti í höggleik: Tveir þýskir eðal matreiðsluhnífar frá Red Spirit að verðamæti a.m.k. 15.000 kr.-
1. sæti í punktakeppni: Gjafabréf frá Opnum kerfum að verðmæti 15.000 kr.-
2. sæti í punktakeppni: Gjafabréf frá Nettó að verðmæti 10.000 kr.-
3. sæti í punktakeppni: Gjafabréf frá Nettó að verðmæti 8.000 kr.-

Nándarverðlaun á 7. braut: Gjafabréf frá Nettó að verðmæti 5.000 kr.- + flatargaflar frá Lýsi hf.
Nándarverðlaun á 18. braut: Gjafabréf frá Nettó að verðmæti 5.000 kr.- + glæsileg ljósmynd

Ræst verður út á tveimur teigum frá 10:00 til 11:50. Skráning á golf.is eða með tölvupósti á gggolf@gggolf.is

Mótanefnd GG áskilur sér rétt til að fresta eða færa mót yfir á sunnudag verði veðurskilyrði ekki góð.

Heimasíða GG

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir