Grindavík áberandi í Víkurfréttum

  • Fréttir
  • 20. nóvember 2014

Eins og við öll vitum er Grindvík blómstrandi bær í bullandi sókn á fjölmörgum sviðum, svo sem í atvinnu-, mann- og menningarlífi. Þessi staðreynd hefur ekki farið fram hjá félögum okkar hjá Víkurfréttum sem hafa verið duglegir við að fjalla um Grindavík í Sjónvarpi Víkurfrétta og þá er ritstjórnarpistill nýjasta tölublaðs Víkurfrétta alfarið helgaður Grindavík.

Sjónvarp Víkurfrétta má nálgast á vefnum en þættirnir eru frumsýndir á sjónvarpsstöðinni ÍNN á fimmtudögum. Í þættinum í kvöld verður Grindavík aftur í aðalhlutverki þar sem fyrirtækið Vísir verður heimsótt og fjallað ítarlega um þær miklu breytingar sem fyrirtækið hefur staðið fyrir, bæði á sínum reksti og auðvitað landslagi bæjarins enda íbúum fjölgað um 100 manns við þessar breytingar. Þá verður einnig fjallað um Vísiskórinn sem skipaður er bæði Íslendingum og Pólverjum.

Fleiri innslög frá Grindavík eru svo væntanleg í næstu þáttum en Víkurfréttir hvetja Grindvíkinga til að senda þeim ábendingar um áhugavert efni, bæði í blaðið og sjónvarpið.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!