Sundlaugarpartý Ţrumunnar

  • Fjölmiđlaklúbbur
  • 29. október 2014

Föstudaginn 17. október var haldið heljarinnar sundlaugarpartý í sundlaug Grindavíkur. Partýið var fyrir nemendur í 8.-10. bekk og var afar góð mæting en yfir 50 manns mættu og var stemmningin mjög góð.

Nemendaráð grunnskólans fékk krapvél og bauð uppá krap fyrir sundlaugargestina. Sundlaugarverðirnir voru í hrikalega góðu skapi og leyfðu krökkunum að fara með krapið ofan í Sveppinn og héldu starfsmenn Þrumunnar á tímabili væru þau komin á Ibiza eða einhvern álíkan stað, svo mikil var stemmningin.

Ekki var eingöngu boðið uppá krap heldur var hoppukastali fenginn að láni og var spiluð tónlist til að halda gestunum dansandi í sundlauginni. Fjörið entist til 22:30 en var þá slökkt á tónlistinni sem hafði örugglega heyrst um allan bæinn fyrr um kvöldið. Kvöldið endaði á því að starfsmenn Þrumunnar fengu óvæntan og blautan glaðning en partýgestirnir ákváðu að safnast saman og henda starfsmönnum Þrumunnar ofan í sundlaugina í öllum fötunum með mjög góðum árangri. Starfsmenn Þrumunnar ákváðu þá að nýta sér þessa blautu ferð og skella sér í hoppukastalann.

Miðað við ummæli partýgesta sem voru t.d.: „Þetta var sko alveg rosalega gaman, mjög ánægður með ykkur og ég skemmti mér ofsalega mikið", „Þetta var mjög gaman, held að allir hafi skemmt sér mjög vel" og „Bara geggjað!" þá heppnaðist þetta partý mjög vel.


Karín Óla Eiríksdóttir og Ólöf Rún Óladóttir


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir