Brautryđjendastarf í Tónlistarskóla Grindavíkur - opnun

  • Fréttir
  • 19. október 2014

Tónlistarskólinn í Grindavík er fyrstur íslenskra tónlistarskóla til að taka upp svokallaða speglaða kennslu. Unnið er nú hörðum höndum að því að innleiða speglaða kennslu í starf skólans og er þetta nýjung í starfsemi tónlistarskóla á Íslandi. 

Spegluð kennsla felst í því að í kennslustund tekur kennari upp leiðbeiningar á myndband sem hlaðið er upp á lokað vefsvæði, sem nemandi getur síðan nýtt sér til leiðbeiningar í heimavinnu í ákveðinn tíma. Þar af leiðandi nýtist kennslustundin nemanda áfram er heim er komið.

Fyrir rúmu ári síðan fékk tónlistarskólinn, á 40 ára afmælisári sínu höfðinglegar gjafir í formi gjafabréfa frá EB þjónustu, Víðihlíðarkvartettinum og Lionsklúbbi Grindavíkur. Skólinn ákvað að verja gjafafénu til kaupa á fjórum iPad spjaldtölvum sem nú nýtast ákaflega vel í spegluðu kennsluna. Verkefni þetta er skemmtilegt jafnt sem áskorun fyrir starfsfólkið sem vinnur nú ötullega að innleiðingu þessarar nýjungar. Ýmiss tæknileg mál þarf að leysa en skólinn stefnir að því að vera búinn að innleiða spegluðu kennsluna að fullu nú í vetur. 

Fjárfest hefur verið í nýjum tækjakosti, t.d. nýjum Mac tölvum sem nýttar verða nú m.a. við kennslu í tónlist og tölvum en sú kennsla hefst nú í október. Þar gefst nemendum tækifæri á að læra á tónlistarforrit ýmisskonar og verða sjálfbær í að skapa, vinna og útsetja tónlist í nútíma hljóð og tónlistarvinnsluumhverfi.

Í vetur njóta á fjórða hundrað nemendur þjónustu tónlistarkólans, ýmist í formi einkanáms á hljóðfæri eða söng, forskólakennslu, tónmenntakennslu og valkennslu ýmiss konar á flestum stigum grunnskólans. Að auki heimsækir tónlistarskólinn leikskólana sem og að leikskólarnir heimsækja tónlistarskólann. Einnig heimsækir tónlistarskólinn Víðihlíð reglulega. Þau er því ekki mörg heimilin í Grindavík sem ekki eru snortin af starfi tónlistarskólans á einn eða annan hátt.

Að lokum fylgja hér nokkrar myndir frá opnun Iðunnar 16. október síðastliðinn, sem er nýtt nafn á húsinu er nú hýsir bókasafn, félagsmiðstöð, grunnskóla og tónlistarskóla:

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir