Fundur 1362

  • Bćjarráđ
  • 13. október 2014

1362. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 7. október 2014 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson formaður, Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm aðalmaður, Kristín María Birgisdóttir varaformaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri.

Dagskrá:

1. 1208034 - Krafa um miskabætur
Jóhannes Karl Sveinsson hrl. kom á fundinn og fór yfir niðurstöðu Hæstaréttar í máli 64/2014 Grindavíkurbær gegn Páli Erlingssyni og til réttargæslu Páli Leó Jónssyni.

2. 1309091 - 40 ára kaupstaðarafmæli Grindavíkurbæjar
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins vegna 40 ára kaupstaðarafmælis Grindavíkurbæjar til að greiða afmælisnefndinni nefndarlaun, með vísan til nýsamþykktra reglna um nefndalaun tímabundinna nefnda og starfshópa. Farið er fram á viðauka að fjárhæð 575.000 kr. sem komi til hækkunar á heimild afmælisnefndarinnar og lækkunar á handbæru fé.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð 575.000 kr. sem komi til hækkunar á heimild afmælisnefndarinnar og lækkunar á handbæru fé.

3. 1409105 - Hraðahindrun við gatnamót Dalbraut og Víkurbrautar
Undirskriftalisti íbúa við Dalbraut og Laut lagður fram, þar sem farið er fram á að hraðahindrun við gatnamót Víkurbrautar og Dalbraut verði fjarlægð. Erindið er rökstutt með því að við götuna séu tvær aðrar hraðahindranir og því vandséð að þörf sé fyrir þá sem er við gatnamótin. Aftur á móti valdi hún óþægindum fyrir ökumenn og auki á slit bifreiða.

Bæjarráð vísar tillögunni til umsagnar í skipulags- og umhverfisnefnd.

4. 1409122 - Kirkjukór Grindavíkurkirkju óskar eftir ferðastyrk
Kirkjukór Grindavíkurkirkju óskar eftir ferðastyrk vegna ferðar kórsins til Ítalíu.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


5. 1303048 - Tillaga að nýjum samþykktum um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar sbr. 9 gr. laga nr. 138/2011
Umræðum haldið áfram milli fyrri og seinni umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarráð óskar eftir umsögn lögfræðisviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga um tillögu að 66. gr. samþykktanna og ákvæðum um valdframsal til skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa.

6. 1409110 - Veðleyfi á 1. veðrétt vegna lántöku Víkurbrautar 58 ehf.
Eigandi Víkurbrautar 58 ehf. óskar eftir því að fá heimild til að flytja veð vegna kröfu Grindavíkurbæjar á 2. veðrétt, með vísan til heimildar í veðskuldabréfi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera samkomulag við skuldarann um flutning veðsins.

7. 1409120 - Umsókn UMFG um afreksstyrk
Aðalstjórn UMFG óskar eftir viðræðum við Grindavíkurbæ um áframhaldandi samkomulag milli Grindavíkurbæjar og aðalstjórnar UMFG. Lagt er til að samkomulagið verði til 2-4 ára og að skoðað verði að vísitölutengja samninginn.

Í umsögn frístunda- og menningarnefndar kemur fram að í umsókninni felist framlenging á núverandi afreksstyrk sem rennur út um áramót. Nefndin tekur ekki afstöðu til framlengingar samningsins fyrr en gögn liggja fyrir um að skilyrði núverandi samnings hafi verið uppfyllt en skilafrestur þeirra er 31. janúar nk. Málinu er að öðru leiti vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð tekur undir umsögn frístunda- og menningarnefndar og felur nefndinni að hefja viðræður við UMFG þegar niðurstöður af reynslu ársins 2014 liggja fyrir.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135