Margt á döfinni hjá bćjarlistamanninum

  • Fréttir
  • 10. október 2014

Það er nóg um að vera hjá bæjarlistamanni Grindavíkur, Halldóri Lárussyni, trommara, næstu daga. Tvennir tónleikar um helgina, nánari upplýsingar hér að neðan.

Laugardaginn 11. október frá kl. 13 - 18 stendur hann í sjötta sinn fyrir hátíðinni Trommarinn 2014 - The 2014 Reykjavik Drumshow sem fyrst var haldin 2009. Hátíðin er öllum opin, frítt inn og koma nokkrir af fremstu trommuleikurum landsins þar fram. Einnig eru hljóðfæraverslanir að sýna það nýjasta í trommum og slagverki og trommuleikarinn Ásgeir Óskarsson fær heiðursviðurkenningu fyrir ævistarf sitt. Hátíðin er haldin í sal FÍH (Félag Íslenskra Hljómlistarmanna), Rauðagerði 27. Reykjavík.

Nánari upplýsingar hér: https://www.facebook.com/events/568710836566312/?source=1

Sunnudaginn 12. október er hann að leika á tónleikum í Kaldalónssal Hörpu. Tónleikarnir bera yfirskriftina "Stóri hvellur" en þetta eru tónleikar til heiðurs minningu John Bonham, trommuleikara Led Zeppelin. Margir af fremstu trommuleikurum og hljómlistarmönnum landsins koma fram og rennur allur ágóði af tónleikunum til styrktar MND félagsins. Nánast er uppselt á tónleikana en síðast er vitað var voru örfáir miðar eftir.

Nánari upplýsingar hér: https://www.facebook.com/events/1459373921004998/?source=1

Að lokum má segja frá því að Halldór hefur gert hljóðfærasamning við þýska fyrirtækið MEINL og mun einungis nota málmgjöll (cymbala) frá þeim í framtíðinni. MEINL fyrirtækið framleiðir málmgjöll og slagverkshljóðfæri í hæsta gæðaflokki og er leiðandi fyrirtæki á því sviði á heimsvísu. Fyrir er hann þegar með hljóðfærasamning við sænska trommukjuðaframleiðandann Wincent. Sjá http://www.wincent.se/?page_id=2709 og http://meinlcymbals.com/

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir