Grafísk hönnunarsmiđja hjá MSS í haust

  • Fréttir
  • 2. september 2014

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum auglýsir: Grafísk hönnunarsmiðja. Hagnýtt verklegt nám þar sem kennt er á Adobe forritin Photoshop (myndvinnsla), Illustrator (teikning) og InDesign (umbrot). Kennt verður tvö kvöld í viku og áætlað að kennsla hefjist 21. október.

Námskeiðið byggist mest á verklegum æfingum í tölvu. Þátttakendur þurfa að hafa þekkingu á Windows stýrikerfinu og af notkun Internetsins en ekki er krafist þekkingar á teikni-, umbrots-, eða myndvinnsluforritum.

Allar frekari upplýsingar gefur Ragga í síma 4125967 eða í tölvupósti á ragga@mss.is

Hægt er að skrá sig með því að smella hér , nánari upplýsingar á heimasíðu MSS .

Umsagnir nemenda:

,,Það sem dreif mig fyrst og fremst í Grafíska hönnunarsmiðju var að ég hef alltaf haft mikinn áhuga á allskyns tölvuvinnu og myndvinnslu. Fyrirkomulagið var til fyrirmyndar og fékk ég allt það sem ég vildi fá út úr námskeiðinu. Kennarinn var frábær og fannst mér það hafa mikið að segja og það vakti enn meiri áhuga."


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir